Lífið

Sjáðu íslensku leiklýsendurna fallast í faðma í trylltum fögnuði - myndband

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sjá þessa meistara!
Sjá þessa meistara! Skjáskot af vefsíðu Goal
Guðmundur Benediktsson, sem lýsti leik Íslands á móti Austurríki í sjónvarpi, hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir ástríðufullar lýsingar sínar á leikjum Íslands á stórmótum. Lýsingu Gumma Ben, eins og hann er jafnan kallaður,  á þriðja leik Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu þetta árið var þó ekki útvarpað í gær heldur er þar sérstakur lýsandi.

Að þessu sinni var það hinn skeleggi íþróttafréttamaður, Haukur Harðarson, sem lýsti ótrúlegu marki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríkismönnum í gær sem tryggði Íslandi sinn fyrsta sigur á stórmóti í knattspyrnu karla. Facebook-síðan Goal hefur birt einstakt myndband af Hauki þar sem hann fagnar marki og sigri Íslands með því að standa upp á stól og hlaupa svo til Gumma Ben og faðma hann.

Hlusta má á lýsingu Hauks hér að neðan.

Svo virðist sem Goal menn haldi þó að um Guðmund sjálfan sé að ræða en hann er nokkrum sætaröðum ofar. Þetta fallega augnablik má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær

Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.