Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum jóhann óli eiðsson skrifar 23. júní 2016 09:57 Halla Tómasdóttir mælist nú með næstmest fylgi frambjóðenda. vísir/stefán „Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00