Lífið

Erlendir knattspyrnuáhugamenn eru að missa sig yfir lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslendinga

Birgir Olgeirsson skrifar
Gummi Ben komst varla hærra þegar Arnór Ingvi skoraði sigurmark Íslendinga.
Gummi Ben komst varla hærra þegar Arnór Ingvi skoraði sigurmark Íslendinga. Vísir/EPA
Vandfundin eru þau dæmi af manni sem vann jafn hressilega með háa C-ið í dag lík og þulurinn Guðmundur Benediktsson, eða okkar allra besti Gummi Ben, þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslendinga gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í knattspyrnu fyrr í dag.

Markið tryggði Íslendingum annað sætið í F-riðli og öruggt sæti í 16-liða úrslitum þar sem mótherjinn verður lið Englendinga. Twitter-síða Evrópumótsins deildi klippu af lýsingu Gumma Ben á markinu og hefur henni síðan þá verið deilt rúmlega 13 þúsund sinnum og hafa tæp ellefu þúsund „lækað“ hana þegar þetta er skrifað. 

Fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga, Gary Lineker, sem er þulur breska ríkisútvarpsins BBC, deilir klippunni af Gumma Ben undir orðunum:

Fjallað er um þessa lýsingu Gumma á ESPN, Guardian, Telegraph, DR1, USA Today og Business Insider í Bretlandi. Þá náði lýsing Gumma einnig augum notenda Reddit en þar er hún í fyrsta sæti á forsíðunni þegar þetta er ritað. 

Hægt er að fylgjast með umræðunni um leikinn undir myllumerkinu #islaut


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.