Lífið

Twitter á yfirsnúningi: "Nú skal taka sigur!“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fjölmargir Íslendingar eru staddir úti í Frakklandi þar sem mótið fer fram en allir geta sameinast á Twitter.
Fjölmargir Íslendingar eru staddir úti í Frakklandi þar sem mótið fer fram en allir geta sameinast á Twitter. Vísir/Tómas Þór
Það er deginum ljósara að það er gríðarlega mikil stemning að grípa um sig hjá Íslendingum - hvar sem þeir eru nú staddir í heiminum – fyrir leik Íslands og Austurríkis á EM á eftir.

Nú, þegar um klukkustund er í leikinn, hafa Íslendingar tekið að fjölmenna á Stade de France í París þar sem leikurinn fer fram og myllumerkið #EMÍsland hlýtur að fara að detta í „trending“ á Twitter.

Fólk virðist almennt mjög sigurvisst og jákvætt fyrir leiknum.





Grínið verður mikið á Twitter í dag. Gulli er jákvæður! Markmaður Breiðabliks sem búist var við að yrði úti í París með strákunum núna hlýtur að vita eitthvað í sinn haus. Framleiðni Íslendinga hefur verið í algjöru lágmarki eftir hádegi og má gera ráð fyrir því að hún verði lítil sem engin eftir að leikur hefst. Atli Fannar Bjarkarson, ritstjóri Nútímans, höndlar ekki stressið sem fylgir þessum blessuðu landsleikjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×