Varð að vera beinskeytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2016 15:15 Gréta Kristín þurfti að fá lán hjá kennara til að kaupa leikmynd í lokaverkefnið. Vísir/Anton Brink „Ég skammaði ríkisstjórn og fjárlaganefnd fyrir bilaða forgangsröðun og hræsni, því Listaháskólinn er í algeru fjársvelti. Rektor fjallaði um það sama en á kurteislegri nótum, ég hafði bara svo lítinn tíma og varð að vera beinskeytt,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir um útskriftarræðu sína. Sjálf kveðst hún líka hafa verið í svelti vegna rýrra námslána. „Ég hætti að vinna með náminu um áramót til að geta einbeitt mér að lokaverkefnum og fullreyndi að námslán eru undir fátæktarmörkum. Ég var með 140 þúsund á mánuði og það dugar ekki eins og leiguverðið er. Þetta var svo dramatískt að ég þurfti að fá lán hjá kennaranum mínum til að kaupa leikmynd í lokaverkefnið.“ Þetta segir hún endurspegla ástandið í skólanum. „Kennarar og stjórnendur fórna sér fyrir skólann og nemendurna, leggja nótt við dag og hafa samt tekið á sig launalækkun. Þar er gríðarlegur metnaður fyrir því að láta fjárhagsástandið ekki koma niður á gæðum námsins. Nýlega var öllum mötuneytum Listaháskólans lokað í öllum starfstöðvunum þremur, í Laugarnesi, Sölvhólsgötu og Þverholti, að sögn Grétu Kristínar og bókasöfnin sameinuð í eitt. „Með því var hjartað tekið úr húsunum,“ segir hún. Gréta Kristín stefnir á leikstjórn. Lokaverkefni hennar var leikverk sem kallast Stertabenda og fjallar um krísuna í íslenskri þjóðarsál eftir Panamaskjölin og frægan Kastljósþátt. Þjóðleikhúsið ætlar að taka það til sýningar í haust. Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Ég skammaði ríkisstjórn og fjárlaganefnd fyrir bilaða forgangsröðun og hræsni, því Listaháskólinn er í algeru fjársvelti. Rektor fjallaði um það sama en á kurteislegri nótum, ég hafði bara svo lítinn tíma og varð að vera beinskeytt,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir um útskriftarræðu sína. Sjálf kveðst hún líka hafa verið í svelti vegna rýrra námslána. „Ég hætti að vinna með náminu um áramót til að geta einbeitt mér að lokaverkefnum og fullreyndi að námslán eru undir fátæktarmörkum. Ég var með 140 þúsund á mánuði og það dugar ekki eins og leiguverðið er. Þetta var svo dramatískt að ég þurfti að fá lán hjá kennaranum mínum til að kaupa leikmynd í lokaverkefnið.“ Þetta segir hún endurspegla ástandið í skólanum. „Kennarar og stjórnendur fórna sér fyrir skólann og nemendurna, leggja nótt við dag og hafa samt tekið á sig launalækkun. Þar er gríðarlegur metnaður fyrir því að láta fjárhagsástandið ekki koma niður á gæðum námsins. Nýlega var öllum mötuneytum Listaháskólans lokað í öllum starfstöðvunum þremur, í Laugarnesi, Sölvhólsgötu og Þverholti, að sögn Grétu Kristínar og bókasöfnin sameinuð í eitt. „Með því var hjartað tekið úr húsunum,“ segir hún. Gréta Kristín stefnir á leikstjórn. Lokaverkefni hennar var leikverk sem kallast Stertabenda og fjallar um krísuna í íslenskri þjóðarsál eftir Panamaskjölin og frægan Kastljósþátt. Þjóðleikhúsið ætlar að taka það til sýningar í haust.
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira