Lífið

Politiken fer alla leið í stuðningi sínum við íslenska landsliðið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Danski fjölmiðillinn Politiken heldur með Íslandi og hefur frá því að EM hófst verið með íslenska fánann í O-inu í merki sínu á forsíðu vefmiðils síns. Politiken bætir þó vel í fyrir leik Íslands og Austurríkis og hefur útbúið myndband þar sem Danir geta lært íslenska þjóðsönginn.

Eru Danir hvattir til að syngja með í dag en í myndbandinu, sem sjá má hér að ofan, syngur íslenski kórinn Staka þjóðsönginn með dönskum texta undir. Politiken segist ekki hika við að kalla íslenska þjóðsönginn þann fallegasta í heimi. 

Ritstjórnin sjálf er alveg óhrædd við að sýna stuðning sinn í verki og birtir mynd af sér þar sem allir ritstjórnarmeðlimir eru í bol sem á stendur „Politiken styður Ísland.“ Mun ritstjórnin mæta á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn þar sem hún ætlar að gefa öllum þeim sem vilja íslenska fána meðan á leik stendur. Segist hún styðja „hetjurnar frá eldjallaeyjunni“.

Danir eru auðvitað ekki með á EM að þessu sinni og því þurfa þeir að halda með einhverjum öðrum. Mikil stemmning virðist vera í Danmörku fyrir íslenska landsliðinu en fjallað var sérstaklega um íslenska stuðningsmenn landsliðsins í innslagi DR á dögunum.


Tengdar fréttir

Politiken heldur með Íslandi

Það er ekki leiðinlegt að opna vefsíðu danska fjölmiðilsins Politiken í dag. Þar er tekið á móti fólki með íslenska fánanum og orðunum: Áfram Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.