Erlent

Trump rekur aðstoðarmann

„You’re fired!“ sagði Trump gjarnan í raunveruleikaþætti sínum, The Apprentice. Nordicphotos/AFP
„You’re fired!“ sagði Trump gjarnan í raunveruleikaþætti sínum, The Apprentice. Nordicphotos/AFP
Bandaríkin Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, rak í fyrradag kosningastjóra sinn, Corey Lewandowski. Samkvæmt heimildum CNN var ástæða brottrekstursins þrýstingur úr innsta hring framboðsins sem og minnkandi stuðningur í skoðanakönnunum. Lewandowski hefur verið dyggur stuðningsmaður Trumps og er meðal annars landsfundarfulltrúi fyrir Trump í New Hampshire. Heimildarmaður CNN greinir frá því að Lewandowski hafi eggjað Trump áfram, meðal annars þegar Trump lét ummæli falla um að dómari í málsókn á hendur honum væri vanhæfur þar sem hann væri af mexíkóskum ættum. Trump sagði vanhæfni hans stafa af því að hann, Trump, vildi reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman mælist Trump með 39 prósenta fylgi en Hillary Clinton, líklegur frambjóðandi demókrata, 45 prósent. – þea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×