Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 21:30 "Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Val Kilmer er látinn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Val Kilmer er látinn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein