Lífið

Guðný í Borgarnesi segir forsetaframbjóðendur of marga og athyglissjúka

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára í Borgarnesi, segir forsetaframbjóðendur alltof marga og segir þá athyglissjúka. Hún segir þá fyrst og fremst sækjast eftir því að komast í útvarpið og veislur. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti þessa öldnu konu í Borgarnesi.

Guðný komst nýlega í fréttirnar þar sem hún var að segja frá því hvernig það væri að vera orðin svona gömul og hvað sýn hún hefði á lífið. Hún hefur margt annað að segja, hún fylgist til dæmis alltaf með fréttum.

„Ég held að verið sé að staglast á þessu svona tíu sinnum á dag svo maður hlýtur að geta heyrt það ef maður vill.“

En hefur Guðný einhverja skoðun á þjóðmálunum?

„Fæst orð gefa minnsta ábyrgð. Og það gildir. Ég hef aldrei verið fyrir því að vera í opinberum umræðum því það er nú líklega ekki mikils matið og allra síst þegar maður er orðinn gamall og farinn að gleyma þá þýðir það ósköp lítið.“

En er Guðný trúuð?

„Ég er ekki gera nein reikningsskil á því,“ segir Guðný og vill ekki ræða það neitt frekar.

Guðný hefur ákveðna skoðun á forsetakosningunum um næstu helgi.

„Ég held að það bjóði sig nú óþarflega margir fram. Þetta er eiginlega anginn af því að vera athyglissjúkur, þegar margir sækjast svona stíft eftir sama embætti og áreiðanlega stór partur af því sem veit ekki nema að litlu leyti hvað það er að vera forseti,“ segir Guðný.

Hún segist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvaða frambjóðanda hún muni kjósa, en að hún hefði kosið Ólaf Ragnar Grímsson, hefði hann boðið sig fram til endurkjörs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×