ESPN hefur staðfest hvaða íþróttamenn muni verða í næsta hefti af „Body Issue“ en þar sitja íþróttamennirnir fyrir naktir.
Írska UFC-stjarnan verður þar sem og körfuboltastjarnan Dwayne Wade og besti leikmaður Super Bowl, Von Miller.
Tíu karlar verða í blaðinu að þessu sinni og níu konur.
Mesta athygli vekur að NFL-leikmaðurinn Vince Wilfork verður á meðal fyrirsætanna að þessu sinni. Wilfork er um 170 kíló og mun klárlega skera sig úr frá öðrum.
Elsta fyrirsætan er fyrrum dýfingastjarnan Greg Louganis en hann er 56 ára gamall.
Þessir íþróttamenn verða í blaðinu:
Nathan Adrian, sundmaður
Jake Arrieta, MLB
Antonio Brown, NFL
Emma Coburn, Ólympíufari
Courtney Conlogue, brimbrettakona
Elena Delle Donne, WNBA
Ryan Dungey, mótorkross
Adeline Gray, wrestling
Greg Louganis, dýfingar
Conor McGregor, MMA
Von Miller, NFL
Chris Mosier, fjölþraut
Nzingha Prescod, skylmingar
Christen Press, knattspyrna
April Ross, strandblak
Allysa Seely, þríþraut
Claressa Shields, hnefaleikar
Dwyane Wade, NBA
Vince Wilfork, NFL
Conor mun sitja fyrir nakinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
