Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Ivan Perisic fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar. Spánverjar höfðu fyrr leikinn leikið fjórtán leiki í röð á EM án þess að tapa og voru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þetta tap þýðir að spænska liðið mætir Ítalíu í sextán liða úrslitunum. Spænska liðið yfirspilaði króatíska liðið í upphafi leiks og fékk líka vítaspyrnu í seinni hálfleik til að komast í 2-1. Sergio Ramos lét hinsvegar verja frá sér og Króatar tryggðu sér sigur rétt fyrir leikslok. Ivan Perisic skoraði sigurmarkið en hann lagði einnig um fyrra markið í lok fyrri hálfleiks og var heldur betur maður kvöldsins hjá Króötum í kvöld ásamt markverðinum Danijel Subasic sem varði víti Ramos. Spánverjar voru með mikla yfirburði fyrstu 25 mínútur leiksins og komust í 1-0 strax á 7. mínútu þegar Álvaro Morata ýtti boltanum yfir marklínuna. Það stefndi í öruggan sigur spænska liðsins og Króatarnir litu ekki vel út á upphafsmínútum leiksins. Spánverjar leyfðu sér hinsvegar að slaka á þegar leið á hálfleikinn og Króatar unnu sig inn í leikinn. Ivan Rakitic var ótrúlega nálægt því að jafna metin og það var ljóst að Króatarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slaka byrjun á leiknum. Nikola Kalinic tókst síðan að jafna metin á lokamínútu fyrir hálfleiks þegar hann afgreiddi boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Nikola Kalinic var þarna fyrsti maðurinn í 735 mínútur til að skora hjá spænska liðinu í úrslitakeppni EM. Spánverjar virtust vera að fá sigurmark á silfurfati þegar David Silva var felldur í teignum og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos tók vítið en lét Danijel Subasic verja frá sér og staðan var því enn 1-1. Þetta vítaklúður átti efir að koma í bakið á Spánverjum því Ivan Perisic skoraði sigurmark Króata á 89. mínútu eftir frábæran sprett.Álvaro Morata kemur spænska liðinu í 1-0 Morata skorar eftir glæsilegt spil! #ESP 1 #CRO 0 #EMÍsland https://t.co/tlyUQfGnE0— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Nikola Kalinic jafnar í 1-1 Þvílíkt mark hjá Króatíu!'Þetta þarf ekki að vera fast!“1-1#CRO #ESP #EMÍsland https://t.co/JaJZ4ksgf3— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Spánverjar klikka á víti Umdeild vítaspyrna. Umdeild framkvæmd. #ESP #CRO #EMÍsland https://t.co/WBzG8bHM0g— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Sigurmark Ivan Perisic Perišić skorar eftir frábæra skyndisókn! #CRO sigrar #ESP 2-1. #EMÍsland https://t.co/v0PC2YIqFz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira