Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 17:45 Jakub Blaszczykowski fagnar marki sínu. Vísir/EPA Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira