Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2016 11:30 Frændurnir og vinirnir Jason Orri Geirsson, Ólafur Atli Malmquist, Ívar Bjarki Malmquist, Benedikt T. Malmquist og Fannar Daði Malmquist skarta hér allir derhúfum sem eru vel merktar númeri Arons Einars í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm „Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
„Það er mjög mikill einkahúmor á milli okkar strákanna. Aron Einar er fyndinn maður og hefur sinn húmor. Hann er mjög skemmtilegur.“ Þannig lýsir Fannar Daði Malmquist frænda sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, þegar Fréttablaðið hitti á fjölskyldu landsliðsfyrirliðans í Annecy á dögunum. Aron Einar á gott bakland en alls eru þrettán fjölskyldumeðlimir sem fylgja honum og íslenska liðinu eftir á EM í Frakklandi en miklu fleiri skyldmenni eru til viðbótar heima á Íslandi. Fannar Daði er elstur í strákahópnum í ferðinni. Þetta eru fimm strákar á aldrinum 14-20 ára og eins og gefur að skilja þá er mikið fjör í kringum þá. Ekki síst þegar Aron Einar fær að kíkja í heimsókn til fjölskyldu sinnar þegar hann fær frí frá skyldum sínum með íslenska landsliðinu.Svona er bara ættin „Við vorum saman í borðtennis áðan, í tvo klukkutíma,“ sagði Fannar Daði en Aron Einar var nýfarinn aftur á hótel íslenska liðsins þegar Fréttablaðinu bar að garði. Óhætt er að fullyrða að keppnisskapið hafi verið í góðu lagi þar, líkt og í hvaða keppni sem þeir frændur taka sér fyrir hendur. „Hann er mjög skemmtilegur en lætur mann líka heyra það óspart. Bara rétt eins og afi [Gunnar Malmquist, pabbi Arons Einars]. Þetta er bara í ættinni. Það vita allir að hann er svona og að við erum svona.“ Sjá einnig: Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri Fannar segir að fjölskyldan sé afar samheldin. „Við erum þrettán hér og erum alltaf saman. Þannig er það líka þegar við förum út um jólin. Systkinin [Arons Einars] tala saman á hverjum degi og hér þekkja allir inn á hverja aðra. Ef upp koma einhver vandamál þá eru þau útrædd.“Allur hópurinn er hér saman á einni mynd.Vísir/VilhelmReyni að gera mitt besta Bróðir Arons Einars, Arnór Þór, er atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Faðir þeirra, Gunnar, var sjálfur þaulreyndur handboltamaður og -þjálfari og kemur því það ekki á óvart að frændurnir eru ýmist fótbolta- eða handboltamenn. „Ég æfi fótbolta og er samningsbundinn Þór,“ segir Fannar. „Ég er á fyrsta ári í meistaraflokki og nú í láni hjá Magna, Grenivík. Þetta er það eina sem maður gerir, að spila fótbolta, og auðvitað vill maður gera eins og Aron Einar og gerast atvinnumaður.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Hann veit þó að það gæti verið erfitt enda fáir sem komast í atvinnumennsku. Það sé þó bæði gott að slæmt að landsliðsfyrirliðinn sé frændi manns. „Hann er frábær fyrirmynd en maður á það kannski til að líta stærra á sjálfan sig bara út af því að hann er frændi manns. Mér finnst það þó ekki óþægilegt. Ég hef mín markmið og reyni að gera mitt besta.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00