Missti putta á Secret Solstice: „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 20:15 Puttinn varð eftir þegar Viljar Már reyndi að stytta sér leið yfir grindverk til að komast á tjaldsvæðið. Vísir/Viljar Már „Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“ Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Heilsan er bara fín, bara mínus þessi putti, ég get bara talið upp að níu, en annars allt í lagi,“ segir Viljar Már Hafþórsson sem missti baugfingur á hægri hendi þegar hann stytti sér leið inn á tjaldsvæði tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík aðfaranótt föstudags.Viljar Már á sjúkrahúsinu.Vísir„Síðan flæktist fingurinn í grindverkinu þegar ég hoppa af og puttinn varð eftir á grindverkinu,“ segir Viljar Már í samtali við Vísi um óhappið en Viljar er rétthentur. Hann segist hafa fundið strax og hann lenti að ekki var allt með felldu. Hann leit á höndin og sá þar hálft bein sem stóð út og puttann hangandi á grindverkinu. Hann segir verkinn hafa horfið fljótt þegar adrenalínið tók yfir. Sjúkraflutningamenn voru snöggir á vettvang og hlúðu að Viljari Má en hann segir sjálfur svo frá að óvenju lítil blæðing hafi hlotist af þessu óhappi. Sjúkraflutningamennirnir sóttu puttann sem fékk hins vegar „dauðadóm“ frá læknum við komuna á sjúkrahúsið og var í kjölfarið brenndur og nú orðinn að ösku. „Hann rifnaði allt of mikið, skinnið í tætlur og beinið brotnaði. Það var ekki hægt að festa hann aftur á,“ segir Viljar Már. Hann segir læknana hafa verið ánægða með hve vel Viljar Már tók þessu óhappi. Hann var sólarhring á sjúkrahúsi þar sem hann var sendur í aðgerð til að gera að hendinni en eftir það lá leið hans beint aftur á Solstice-hátíðina.Viljar Már fór á puttanum heim til Akureyrar eftir hátíðina.Vísir/Viljar MárHann segist finna fyrir vofuverkjum nú þegar puttinn er farinn. Með orðinu vofuverkur er átt við það þegar fólk missir útlim en finnur samt endrum og sinnum til í honum, en Vísindavefur Háskóla Íslands tekur sem dæmi kláða eða annan verk. „Heilinn er ekki búinn að meðtaka að puttinn er farinn, hann heldur að hann sé þarna enn þá,“ segir Viljar Már sem gengst við að sakna hans en hann starfar sem þjónn en í því starfi kemur fingrafimi sér vel og verður Viljar Már því frá vinnu í einhvern tíma núna. Hann býr og starfar á Akureyri en eftir að hátíðinni lauk fór hann „á puttanum“ heim. „Þetta er skemmtilegt óhapp, góð saga til að segja frá. Það er ekkert sem ég get gert í því. Hann er farinn og orðinn að ösku.“
Tengdar fréttir „Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26 Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23 Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Tónleikahaldarar Secret Solstice neyddust til að taka erfiða ákvörðun í gær en minnstu munaði að ekki yrði að tónleikum Die Antwoord. 20. júní 2016 11:26
Geimverurnar lentu og tóku yfir Ísland Tónleikar Die Antwoord voru án efa hápunktur Secret Solstice hátíðarinnar. 20. júní 2016 13:23
Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Frjálslegar grasreykingar voru stundaðar á Secret Solstice-hátíðinni en átta fíkniefnamál komu á borð lögreglu. 20. júní 2016 13:07
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33