Samfylking kvennaflagara Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. júní 2016 07:00 Eitt sinn fór ég á diskótek með kvennaflagara miklum. Var hann svo vinsæll að stundum þurfti flugumferðarstjóra til að ráða úr kvennafansi hans. Þegar komið var inn sjáum við annan slíkan sem stóð með brilljantínkoll sinn og brúnu bringu einsog jólatré á miðju gólfi meðan konur dönsuðu í kringum herðatré. Þegar flagararnir tveir mætast heilsa þeir hvor öðrum orðalaust en þó leyndi samstaðan sér ekki, þekktust þeir þó ekki neitt. Olli þetta mér hugarangri. Hverskonar samhugur er þetta? Ég velti því fyrir mér hvort kvennaflagarar ættu sér alþjóðasamtök og jafnvel baráttusögu. Voru þeir kannski með stéttarfélag eða sérstakt fréttablað kvennaflagara, þar sem ritað væri um tíðindi og tísku í hirðingu skapahára? Hvaða samhugur er það sem tvinnur saman kvennagull sem ekki þekkjast? Það var ekki fyrr en ég fór að skokka að ég komst til botns í þessu enda heilsa ég nú hverjum skokkara af samskonar samhug. Niðurstaðan mín er sú að okkur þykir vænt um fólk sem gerir það sama og við sjálf. Það er þess vegna sem laxveiðimenn vilja helst ættleiða hvern annan, hundaeigendur unnast og ástin svífur yfir vötnum á landsfundum og flokksþingum. En því elskum við þá ekki alla því venjulegast erum við öll að gera það sama? Við vöknum, vinnum, böðum okkur, borðum, reiðumst og gleðjumst fyrir utan allt hitt sem óþarfi er að nefna. Er ekki hroki einmitt sá misskilningur að halda að ég sé að gera eitthvað allt annað en allir aðrir? Best að átta sig á þessu áður en maður verður jafn ólundarlegur og Rögnvaldur reginskita sem þarf að láta minna sig á að hann er ekki jafn einstakur og áður var haldið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Eitt sinn fór ég á diskótek með kvennaflagara miklum. Var hann svo vinsæll að stundum þurfti flugumferðarstjóra til að ráða úr kvennafansi hans. Þegar komið var inn sjáum við annan slíkan sem stóð með brilljantínkoll sinn og brúnu bringu einsog jólatré á miðju gólfi meðan konur dönsuðu í kringum herðatré. Þegar flagararnir tveir mætast heilsa þeir hvor öðrum orðalaust en þó leyndi samstaðan sér ekki, þekktust þeir þó ekki neitt. Olli þetta mér hugarangri. Hverskonar samhugur er þetta? Ég velti því fyrir mér hvort kvennaflagarar ættu sér alþjóðasamtök og jafnvel baráttusögu. Voru þeir kannski með stéttarfélag eða sérstakt fréttablað kvennaflagara, þar sem ritað væri um tíðindi og tísku í hirðingu skapahára? Hvaða samhugur er það sem tvinnur saman kvennagull sem ekki þekkjast? Það var ekki fyrr en ég fór að skokka að ég komst til botns í þessu enda heilsa ég nú hverjum skokkara af samskonar samhug. Niðurstaðan mín er sú að okkur þykir vænt um fólk sem gerir það sama og við sjálf. Það er þess vegna sem laxveiðimenn vilja helst ættleiða hvern annan, hundaeigendur unnast og ástin svífur yfir vötnum á landsfundum og flokksþingum. En því elskum við þá ekki alla því venjulegast erum við öll að gera það sama? Við vöknum, vinnum, böðum okkur, borðum, reiðumst og gleðjumst fyrir utan allt hitt sem óþarfi er að nefna. Er ekki hroki einmitt sá misskilningur að halda að ég sé að gera eitthvað allt annað en allir aðrir? Best að átta sig á þessu áður en maður verður jafn ólundarlegur og Rögnvaldur reginskita sem þarf að láta minna sig á að hann er ekki jafn einstakur og áður var haldið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun