Á matseðlinum yfir daginn (eruð þið tilbúin?) eru m.a. 14 egg, 350 grömm af haframjöli, 900 grömm af nautakjöti, 500 grömm af laxi, 900 grömm af sætum kartöflum, 400 grömm af kjúkling og 400 grömm af kartöflum. Þetta er fyrir utan öll fæðubótarefnin, ávextina, grænmetið, vatnið og auka próteinið sem hann tekur inn yfir daginn.
Hér fyrir neðan má sjá Fjallið sigra keppnina um sterkasta mann Evrópu í fyrra.
Dagblaðið Independent hefur nokkrar áhyggjur af mataræði Fjallsins og gagnrýnir það í grein á vef sínum. Þar er meðal annars bent á að engin vísindaleg rök séu til fyrir því að innbyrða fæðubótarefni á borð við BCAA sem Hafþór gerir. Það inniheldur mikið magn af amínósýrum og er talað um að það skili svipuðum árangri að drekka nóg af mjólk. Helsti munurinn er að BBCA vinnur betur gegn sárum vöðvum en munurinn sé í raun það lítill að ekki sé ástæða til þess að háma efnið í sig.
Í greininni er því haldið fram að maður á stærð við Hafþór ætti að láta sér nægja að innbyrða um 70 grömm af próteini við hverja máltíð en bent er á að hann er líklegast að fara vel yfir 100 grömmin við hverja máltíð.
Talað er um að hann innbyrði um 11- 12 þúsund kalóríur á dag sem gæti verið hættulegt hjarta hans. Einnig er talað um það í greininni að þó svo að slíkt gæti reynst hættulegt fyrir meðaljón sé Hafþór hvergi eins og fólk er flest í þessum efnum og því séu hugsanlega önnur náttúruöfl að verki en hjá okkur hinum.
Hér fyrir neðan má sjá færslu Hafþórs í heild sinni. Verði þér að góðu Hafþór!