Rassskelltu Rússana og sendu þá heim af EM | Bale með sitt þriðja mark á mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:45 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna í kvöld. Vísir/Getty Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira