Lífið

Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson á gott bakland í fjallabænum Annecy þar sem landsliðið heldur til á meðan á EM-ævintýrinu í Frakklandi stendur. Fjölskylda Arons hefur dvalið í bænum á þessum sama tíma, foreldrar, systkini og frændsystkini að ógleymdri Kristbjörgu Jónasdóttur, unnustu Arons.

Kristbjörg er afrekskona í fitness og hefur ekkert slakað á í sveitasælunni í Frakklandi. 

„Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg í samtali við Vísi. Aðspurð hvort þeirra Arons sé í betra formi svarar Kristbjörg „að sjálfsögðu ég“ en hlær og dregur svo aðeins í land.

„Við erum á mjög ólíkum sviðum. Ætli hann hafi ekki vinninginn.“

Þó séu greinar sem Kristbjörg sé betri í en Aron.

Kapphlaup upp og niður stiga

„Við erum mikið keppnisfólk og hikum ekki við að fara í keppni hvort við annað. Keppnisskapið er mikið í okkur báðum og ekkert gefið eftir í því.“

Kristbjörg segir þau keppa í öllu, sama hvað það er.

„Það liggur við upp og niður stiga, hver er á undan. Ég veit ekki hvað þetta er,“ segir Kristbjörg og bætir við að þau séu bæði naut í stjörnumerkinu og þurfi einfaldlega alltaf að vinna.

Efnilegur fjórtán mánaða dansari

Óliver Breki, sonur þeirra Arons og Kristbjargar, er fjórtán mánaða. Ætli hann verði afreksmaður í fitness eða knattspyrnu?

„Ég held að hann verði dansari,“ segir Kristbjörg. „Hann elskar tónlist og um leið og hún er settí gang byrjar hann að dilla sér.“

En hvaðan koma danstaktarnir?

„Ekki frá mér,“ segir Kristbjörg og hlær. „Það væri frekar frá Aroni.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.