Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2016 07:00 Hér má sjá fjarstæði sem nýlega voru tekin í notkun. „Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira