Lífið

Sérflug frá Reykjavík og Akureyri til Parísar um helgina

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Á sunnudag verða stuðnignsmenn Frakka líklegast líka í bláu.
Á sunnudag verða stuðnignsmenn Frakka líklegast líka í bláu. Vísir/Getty
Nú keppast Íslendingar um að komast á völlinn í París á sunnudag til þess að verða dropar í „Bláa hafinu“ eins og Gummi Ben hefur kallað íslenska stuðningsliðið. Spennumagnið er slíkt að ferðaskrifstofur hérlendis hafa neyðst til þess að hafa hraðar hendur á að redda vélum til landsins.

Íslenska ferðaskrifstofan Trans-Atlantic hefur þegar pantað tvær flugvélar frá Íslandi til Parísar fyrir leikinn á sunnudag. Um er að ræða tvær hundrað manna vélar og fer önnur frá Reykjavíkurflugvelli en hin frá Akureyri á sunnudag.

„Við erum bjartsýnir á að fylla þessar vélar en Reykjavíkurvélin er við að fyllast,“ segir Ómar Banine hjá ferðaskrifstofunni. „Við vorum með stuttan tíma en þetta tókst. Við gætum líka bætt við annarri vél ef þessar fyllast.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×