Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Jelgava 2-3 | Flautumark Olivers gaf Blikum von Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 30. júní 2016 22:00 Oliver hélt Breiðablik inn í leiknum. vísir/eyþór Breiðablik beið lægri hlut fyrir lettneska liðinu Jelgava, 2-3, í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir leiddu 1-3 í hálfleik og allt fram á sjöttu mínútu í uppbótartíma seinni hálfleiks þegar Oliver Sigurjónsson skoraði með þrumuskoti og gaf sínum mönnum von fyrir seinni leikinn sem fer fram í Lettlandi eftir viku. Blikar byrjuðu leikinn illa og Glebs Kluskins kom gestunum yfir strax á 10. mínútu. Jelgava hélt forystunni þó aðeins í þrjár mínútur því Daniel Bamberg jafnaði metin á 13. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Jonathans Glenn sem fór í stöng. Blikum mistókst að fylgja jöfnunarmarkinu eftir og gestirnir komust aftur yfir á 33. mínútu og aftur kom markið eftir hornspyrnu. Hinn eldsnöggi Mindaugas Grigaravicius, sem lagði upp fyrstu tvö mörkin, skoraði svo þriðja mark Jelgava mínútu fyrir hálfleik. Leikur Blika skánaði mikið í seinni hálfleik þótt mörkin hafi látið á sér standa. En það kom eitt á endanum og það gæti reynst heldur betur dýrmætt.Af hverju vann Jelgava? Gestirnir mættu tilbúnari til leiks og nýttu sér óöryggið í varnarleik Breiðabliks. Þeir voru stórhættulegir í hornspyrnum og skoruðu eftir tvær slíkar í fyrri hálfleik. Mindaugas Grigaravicius var með eitraðar spyrnur en auk þess olli hann Blikum sífelldum vandræðum með ótrúlegum hraða sínum. Hann skoraði svo þriðja markið á 44. mínútu og kom sínum mönnum í frábæra stöðu. Í seinni hálfleik lögðust Jelgava-menn aftar á völlinn, voru agaðir og skipulagðir og hársbreidd frá því að fara með tveggja marka forystu í seinni leikinn.Þessir stóðu upp úr Grigaravicius var frábær í fyrri hálfleik og gerði Blikum lífið leitt. Annars spilaði allt Jelgava-liðið vel í fyrri hálfleik þar sem það var miklu sterkari aðilinn. Oliver var langbestur í liði Breiðabliks, skilaði boltanum oftast vel frá sér og skoraði svo markið mikilvæga. Ellert Hreinsson átti einnig fínan leik og Alfons Sampsted gerði flotta hluti í sókninni en var í vandræðum í vörninni. Þá áttu varamenn Blika fína innkomu.Hvað gekk illa? Blikar hafa líklega aldrei spilað jafn illa undir stjórn Arnars Grétarssonar og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Það var allt í hers höndum aftast og óöryggið gríðarlegt. Strax á 2. mínútu fengu gestirnir dauðafæri eftir að Gunnleifur Gunnleifsson missti boltann klaufalega frá sér og það gaf tóninn fyrir framhaldið. Það var enginn taktur í Blikaliðinu, mikið um lélegar sendingar, slæmar ákvarðanatökur og svo áttu heimamenn ekkert svar við hornspyrnum Jelgava. Í þriðja markinu tapaði Glenn boltanum á miðjunni og Grigaravicius brunaði upp og skoraði. Það var lýsandi fyrir leik Glenn í kvöld, og kannski í sumar, en hann var ekki sjálfum sér líkur. Það sama má reyndar segja um allt Blikaliðið í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Blikar eiga leik við ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Þeir fara svo til Lettlands og mæta Jelgava öðru sinni á fimmtudaginn og þurfa að vinna með tveimur mörkum til að komast áfram.Blikar voru ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik.vísir/eyþórArnar: Urðum okkur svolítið til skammar Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jegvala hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“Oliver var besti maður Blika í leiknum.vísir/eyþórOliver: Menn þurfa að einbeita sér að hlutum sem skipta máli Oliver Sigurjónsson sagði að það hafi skort karakter í lið Breiðabliks í fyrri hálfleiknum gegn Jelgava í kvöld. „Við sýndum engan karakter í fyrri hálfleik en þetta var örlítið betra í seinni hálfleik. En það þarf miklu meiri karakter og við þurfum að spila alvöru fótbolta, vera grimmari í teignum og öllum einvígjum,“ sagði Oliver sem kastaði líflínu til Breiðabliks þegar hann minnkaði muninn í 2-3 á 96. mínútu. „Þetta var mjög slakur leikur hjá okkur og þótt að tvö mörk hafi komið eftir föst leikatriði í fyrri hálfleik voru þeir miklu betri. Fyrri hálfleikurinn er líklegasta það lélegasta sem við höfum sýnt síðan ég byrjaði að æfa með Breiðabliki. „Menn þurfa að hugsa sinn gang og byrja að einbeita sér að þeim hlutum sem skipta máli; fókusa á Breiðablik í staðinn fyrir árangur landsliðsins eða eitthvað þannig,“ sagði Oliver. En telur hann að allt EM-fárið hafi haft áhrif á leikmenn hérna heima? „Ég veit það ekki, örugglega á einhverja. Við Íslendingar höfum kannski rosalega mikla trú á okkur núna eftir árangurinn á EM en það breytir engu fyrir leikmennina hérna heima. Við þurfum bara að fara aftur í grunnatriðin og nýta okkar styrkleika,“ sagði Oliver að endingu.Vísir Evrópudeild UEFA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira
Breiðablik beið lægri hlut fyrir lettneska liðinu Jelgava, 2-3, í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Gestirnir leiddu 1-3 í hálfleik og allt fram á sjöttu mínútu í uppbótartíma seinni hálfleiks þegar Oliver Sigurjónsson skoraði með þrumuskoti og gaf sínum mönnum von fyrir seinni leikinn sem fer fram í Lettlandi eftir viku. Blikar byrjuðu leikinn illa og Glebs Kluskins kom gestunum yfir strax á 10. mínútu. Jelgava hélt forystunni þó aðeins í þrjár mínútur því Daniel Bamberg jafnaði metin á 13. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Jonathans Glenn sem fór í stöng. Blikum mistókst að fylgja jöfnunarmarkinu eftir og gestirnir komust aftur yfir á 33. mínútu og aftur kom markið eftir hornspyrnu. Hinn eldsnöggi Mindaugas Grigaravicius, sem lagði upp fyrstu tvö mörkin, skoraði svo þriðja mark Jelgava mínútu fyrir hálfleik. Leikur Blika skánaði mikið í seinni hálfleik þótt mörkin hafi látið á sér standa. En það kom eitt á endanum og það gæti reynst heldur betur dýrmætt.Af hverju vann Jelgava? Gestirnir mættu tilbúnari til leiks og nýttu sér óöryggið í varnarleik Breiðabliks. Þeir voru stórhættulegir í hornspyrnum og skoruðu eftir tvær slíkar í fyrri hálfleik. Mindaugas Grigaravicius var með eitraðar spyrnur en auk þess olli hann Blikum sífelldum vandræðum með ótrúlegum hraða sínum. Hann skoraði svo þriðja markið á 44. mínútu og kom sínum mönnum í frábæra stöðu. Í seinni hálfleik lögðust Jelgava-menn aftar á völlinn, voru agaðir og skipulagðir og hársbreidd frá því að fara með tveggja marka forystu í seinni leikinn.Þessir stóðu upp úr Grigaravicius var frábær í fyrri hálfleik og gerði Blikum lífið leitt. Annars spilaði allt Jelgava-liðið vel í fyrri hálfleik þar sem það var miklu sterkari aðilinn. Oliver var langbestur í liði Breiðabliks, skilaði boltanum oftast vel frá sér og skoraði svo markið mikilvæga. Ellert Hreinsson átti einnig fínan leik og Alfons Sampsted gerði flotta hluti í sókninni en var í vandræðum í vörninni. Þá áttu varamenn Blika fína innkomu.Hvað gekk illa? Blikar hafa líklega aldrei spilað jafn illa undir stjórn Arnars Grétarssonar og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Það var allt í hers höndum aftast og óöryggið gríðarlegt. Strax á 2. mínútu fengu gestirnir dauðafæri eftir að Gunnleifur Gunnleifsson missti boltann klaufalega frá sér og það gaf tóninn fyrir framhaldið. Það var enginn taktur í Blikaliðinu, mikið um lélegar sendingar, slæmar ákvarðanatökur og svo áttu heimamenn ekkert svar við hornspyrnum Jelgava. Í þriðja markinu tapaði Glenn boltanum á miðjunni og Grigaravicius brunaði upp og skoraði. Það var lýsandi fyrir leik Glenn í kvöld, og kannski í sumar, en hann var ekki sjálfum sér líkur. Það sama má reyndar segja um allt Blikaliðið í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Blikar eiga leik við ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Þeir fara svo til Lettlands og mæta Jelgava öðru sinni á fimmtudaginn og þurfa að vinna með tveimur mörkum til að komast áfram.Blikar voru ólíkir sjálfum sér í fyrri hálfleik.vísir/eyþórArnar: Urðum okkur svolítið til skammar Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn lettneska liðinu Jelgava í kvöld. Blikar voru á hælunum í fyrri hálfleik og voru 1-3 undir að honum loknum. En flautumark Olivers Sigurjónssonar á 96. mínútu gaf Breiðabliki von fyrir seinni leikinn í Lettlandi eftir viku. „Það gefur okkur smá líflínu. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og urðum okkur svolítið til skammar,“ sagði Arnar eftir leik. „Við vorum engan veginn tilbúnir í leikinn og ég hef í raun engar skýringar á því. En við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö en það var erfitt að fá annað markið. Ég hefði viljað fá það fyrr. Við fengum nokkur ákjósanleg færi til að koma boltanum í netið en það virðist vera svolítið erfitt.“ Blikar hafa vanalega spilað sterkan varnarleik síðan Arnar tók við liðinu en sú var ekki raunin í kvöld. „Ég hef ekki séð okkur svona slaka í fyrri hálfleik. Þetta er einhver mesta hörmung sem ég hef séð, enda var ég ekki par sáttur þegar ég kom inn í hálfleik. Hefði ég haft 11 skiptingar hefði ég notað þær allar,“ sagði Arnar sem var þó ánægður með hvernig hans menn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. „Menn tóku sig saman í andlitinu, mættu grimmir og unnu fyrsta og annan bolta og réðum gangi leiksins. En við þurfum að mæta frá fyrstu mínútu í seinni leiknum og þá held ég að þetta sé alveg möguleiki,“ sagði Arnar sem segir að Jegvala hafi ekki verið með sterkara lið en hann bjóst við. „Alls ekki. Ég átti alveg von á þessum styrkleika hjá þeim en ekki þessum styrkleika hjá Breiðabliki.“Oliver var besti maður Blika í leiknum.vísir/eyþórOliver: Menn þurfa að einbeita sér að hlutum sem skipta máli Oliver Sigurjónsson sagði að það hafi skort karakter í lið Breiðabliks í fyrri hálfleiknum gegn Jelgava í kvöld. „Við sýndum engan karakter í fyrri hálfleik en þetta var örlítið betra í seinni hálfleik. En það þarf miklu meiri karakter og við þurfum að spila alvöru fótbolta, vera grimmari í teignum og öllum einvígjum,“ sagði Oliver sem kastaði líflínu til Breiðabliks þegar hann minnkaði muninn í 2-3 á 96. mínútu. „Þetta var mjög slakur leikur hjá okkur og þótt að tvö mörk hafi komið eftir föst leikatriði í fyrri hálfleik voru þeir miklu betri. Fyrri hálfleikurinn er líklegasta það lélegasta sem við höfum sýnt síðan ég byrjaði að æfa með Breiðabliki. „Menn þurfa að hugsa sinn gang og byrja að einbeita sér að þeim hlutum sem skipta máli; fókusa á Breiðablik í staðinn fyrir árangur landsliðsins eða eitthvað þannig,“ sagði Oliver. En telur hann að allt EM-fárið hafi haft áhrif á leikmenn hérna heima? „Ég veit það ekki, örugglega á einhverja. Við Íslendingar höfum kannski rosalega mikla trú á okkur núna eftir árangurinn á EM en það breytir engu fyrir leikmennina hérna heima. Við þurfum bara að fara aftur í grunnatriðin og nýta okkar styrkleika,“ sagði Oliver að endingu.Vísir
Evrópudeild UEFA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira