Strákarnir fengu frí frá öllu í gær: „Við erum stundum eins og eldri borgarar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 10:11 Það þarf að finna eitthvað að gera fyrir þessa gaura. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru búnir að vera saman nær öllum stundum í einn mánuð þökk sé góðum árangri þeirra á Evrópumótinu. Fyrstu menn komu saman 23. maí en allur hópurinn viku seinna þegar deildarkeppni í Evrópu lauk. Einhvernveginn þarf að halda mönnum ferskum og er ýmsum ráðum beitt. Strákarnir okkar fengu frí í gær og máttu gera það sem þeir vildu frá morgni til kvölds. En hvernig er íslenska liðinu haldið á tánum þannig dagarnir verði ekki allir eins? „Við erum með ákveðið plan í þessu öllu saman. Í gær fannst okkur mikilvægt að gefa mönnum frí frá þessu öllu saman; frí frá okkur, fundum og æfingum. Menn gátu gert það sem þeir vildu í gær. Stór hópur fór í golf, stór hópur fór í siglingu um vatnið og þeir borðuðu úti á veitingastöðum. Það er gott að vera Íslendingur að því leytinu til því það þekkja okkur svo fáir,“ sagði Heimir Hallgrímsson og hló við í samtali við Vísi á æfingu landsliðsins í dag. „Þetta var held ég mjög nauðsynlegt. Ég vona að leikmenn komi brosandi á æfingu í dag. En við erum svo með keppni á hverjum degi í ýmsum greinum sem Þorgrímur stýrir. Hann fékk svo Magga Gylfa til að stjórna nokkrum fyrir sig. Það er púttvöllur á hótelinu líka og svona. Við erum stundum eins og eldri borgarar; það er keppni á hverjum degi.“Það er mikil ró í Annecy.vísir/tomFá að vera í friði Því lengra sem liðið nær á Evrópumótinu verður mikilvægi þess að íslenski hópurinn valdi að gista í Annecy alltaf meira. Ákvörðunin gæti í raun ekki hafa verið betri. Þó strákarnir okkar séu orðnir stjörnur í dag er stemningin fyrir EM ekki það mikil í bænum sem hentar Íslandi vel. „Þetta er lykilþáttur í dag sem ég gerði mér ekki nógu mikla grein fyrir í upphafi. Það skiptir svo miklu máli að vera á stað þar sem þú ert algjörlega einn. Við erum á hóteli einir þannig við þurfum ekki að taka tillit til einhverra annarra,“ sagði Heimir. „Umhverfið er svo fallegt hérna að það róar mann niður og bærinn er þannig að menn geta verið frjálsir. Það er ekki mikill fótboltaáhugi í Annecy. Þetta virðist vera meira vel stætt fólk í sumarleyfunum sínum þannig leikmennirnir fá frið og geta rölt um bæinn sem er rosalega mikilvægt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Níu leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald gegn Frökkum. 30. júní 2016 15:00 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Nýkominn heim frá EM í Frakklandi en fær ekki mikið frí Niall McGinn, framherji Aberdeen og norður-írska landsliðsins, fær ekki mikið sumarfrí en hann er nýkominn heim frá Evrópumótinu í Frakklandi. 30. júní 2016 15:30 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru búnir að vera saman nær öllum stundum í einn mánuð þökk sé góðum árangri þeirra á Evrópumótinu. Fyrstu menn komu saman 23. maí en allur hópurinn viku seinna þegar deildarkeppni í Evrópu lauk. Einhvernveginn þarf að halda mönnum ferskum og er ýmsum ráðum beitt. Strákarnir okkar fengu frí í gær og máttu gera það sem þeir vildu frá morgni til kvölds. En hvernig er íslenska liðinu haldið á tánum þannig dagarnir verði ekki allir eins? „Við erum með ákveðið plan í þessu öllu saman. Í gær fannst okkur mikilvægt að gefa mönnum frí frá þessu öllu saman; frí frá okkur, fundum og æfingum. Menn gátu gert það sem þeir vildu í gær. Stór hópur fór í golf, stór hópur fór í siglingu um vatnið og þeir borðuðu úti á veitingastöðum. Það er gott að vera Íslendingur að því leytinu til því það þekkja okkur svo fáir,“ sagði Heimir Hallgrímsson og hló við í samtali við Vísi á æfingu landsliðsins í dag. „Þetta var held ég mjög nauðsynlegt. Ég vona að leikmenn komi brosandi á æfingu í dag. En við erum svo með keppni á hverjum degi í ýmsum greinum sem Þorgrímur stýrir. Hann fékk svo Magga Gylfa til að stjórna nokkrum fyrir sig. Það er púttvöllur á hótelinu líka og svona. Við erum stundum eins og eldri borgarar; það er keppni á hverjum degi.“Það er mikil ró í Annecy.vísir/tomFá að vera í friði Því lengra sem liðið nær á Evrópumótinu verður mikilvægi þess að íslenski hópurinn valdi að gista í Annecy alltaf meira. Ákvörðunin gæti í raun ekki hafa verið betri. Þó strákarnir okkar séu orðnir stjörnur í dag er stemningin fyrir EM ekki það mikil í bænum sem hentar Íslandi vel. „Þetta er lykilþáttur í dag sem ég gerði mér ekki nógu mikla grein fyrir í upphafi. Það skiptir svo miklu máli að vera á stað þar sem þú ert algjörlega einn. Við erum á hóteli einir þannig við þurfum ekki að taka tillit til einhverra annarra,“ sagði Heimir. „Umhverfið er svo fallegt hérna að það róar mann niður og bærinn er þannig að menn geta verið frjálsir. Það er ekki mikill fótboltaáhugi í Annecy. Þetta virðist vera meira vel stætt fólk í sumarleyfunum sínum þannig leikmennirnir fá frið og geta rölt um bæinn sem er rosalega mikilvægt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Níu leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald gegn Frökkum. 30. júní 2016 15:00 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Nýkominn heim frá EM í Frakklandi en fær ekki mikið frí Niall McGinn, framherji Aberdeen og norður-írska landsliðsins, fær ekki mikið sumarfrí en hann er nýkominn heim frá Evrópumótinu í Frakklandi. 30. júní 2016 15:30 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Níu leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald gegn Frökkum. 30. júní 2016 15:00
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
Nýkominn heim frá EM í Frakklandi en fær ekki mikið frí Niall McGinn, framherji Aberdeen og norður-írska landsliðsins, fær ekki mikið sumarfrí en hann er nýkominn heim frá Evrópumótinu í Frakklandi. 30. júní 2016 15:30
Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30
Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53
Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti