Íslamska ríkið grunað um árásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Glerbrot á gólfi Ataturk-flugvallar áður en þau voru hreinsuð upp. Nordicphotos/AFP Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira