Vona að ekki þurfi katastrófu til Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. júlí 2016 08:00 Fred þakkar þeim sem komu að björgunaraðgerðum að hann sé á lífi. „Hver sem er getur gert sér það í hugarlund hvernig tilfinning það er að svara símtali, úr mörg þúsund kílómetra fjarlægð, þar sem þér er tilkynnt að eiginmaður þinn sé þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílslys. Ég varð alveg afskaplega hrædd,“ segir Raquel Pinto, eiginkona Freds Pinto, sem lenti í alvarlegri bílveltu á ferðalagi um landið á dögunum.Fred var illa haldinn eftir slysið og hefur enn ekki náð sér að fullu.Fred var á ferðalagi um Suðurland með bróður sínum, mágkonu og barni þeirra. Þau voru gríðarlega spennt fyrir ferðalaginu, enda höfðu þau heyrt góða hluti um land og þjóð. Fred og ferðafélagarnir keyrðu um á nýlegum, fjórhjóladrifnum Mitsubishi Pajero jeppa sem þau höfðu tekið á leigu. Þau vildu sjá Reynisfjöru, settu stefnuna þangað og keyrðu af stað með aðstoð GPS-tækisins. „Við eltum bara GPS-leiðbeiningar, eins og okkur hafði verið sagt að gera,“ útskýrir Fred um aðdraganda slyssins. Sjálfur er hann nokkuð vanur ökumaður, hefur ferðast talsvert innan Bandaríkjanna og keyrt þar eftir malarvegum, utan vegar og yfir ár og læki.Sjá einnig: Aukning á alvarlegum umferðarslysum þar sem erlendir ferðamenn eiga í hlutBíllinn illa útleikinn.Komust hvorki lönd né strönd „Við vorum komin hálfa leið upp malarveg sem lá upp á við, en festumst í hjólförunum. Við fórum út úr bílnum og reyndum að losa bílinn, m.a. með að setja möl undir dekkin, en ekkert gekk. Því næst reyndum við að bakka bílnum til þess að dekkin næðu gripi. Það gekk, nema ég gat ekki stöðvað bílinn frá því að fara niður hinum megin við veginn. Um leið og eitt hjól var komið af veginum, fór bíllinn að velta. Ég hentist út úr bílnum, sennilega í annarri eða þriðju veltu – bíllinn hélt áfram og fór margar veltur í viðbót.“ Bíllinn endaði á hvolfi, um 100 metra frá veginum, ofan í skurði. Fred braut rifbein og brákaði og braut þrjá þvertinda. Þá fékk hann lungnabólgu ofan í allt saman. Hann þakkar öllum þeim sem komu að björgunaraðgerðunum líf sitt. Hann fór með þyrlu á spítala, sem hann segir hafi gengið hratt fyrir sig. Fred líður miklu betur, að eigin sögn, en finnur enn fyrir sársauka. „Ég er enn þá með smá verk fyrir brjóstinu. Ég hugsa að ég haldi mig frá utanvegaakstri á næstunni.“Eftir margar veltur endaði bíllinn úti í skurði.Betri merkingar, takk! Raquel og Fred biðla til íslenskra stjórnvalda að merkja leiðir og vegi, þar sem ferðamenn fara um. „Þegar ég kom til Íslands til þess að sækja eiginmanninn og koma honum heim, fór að renna upp fyrir mér hversu stórt vandamál þessi fjölgun ferðamanna er á Íslandi. Það er ekki nægilega hlúð að ferðamönnum sem eru að ferðast um landið. Það vantar aðvaranir og skilti – leiðbeiningar um hvernig eigi að fara um. Það vantar allt regluverk til þess að standa undir þessum risaiðnaði,“ útskýrir Raquel. Fred segir malarveginn sem hann ók eftir þegar slysið varð hafa verið lausan í sér en GPS-tækið hafi leiðbeint honum eftir veginum. „Og þegar ég sá annan bíl keyra sömu leið varð ég viss um að þetta væri rétta leiðin. Fyrir utan að það vantaði öll skilti, þá var vegurinn ekki girtur af og þar af leiðandi algjör slysagildra. Það var ekkert sem gaf til kynna að maður væri kominn út af veginum, engar merkingar, engir hjallar – ekkert nema þverhnípið.“ „Ég vona að það þurfi ekki katastrófu til að yfirvöld geri eitthvað í málunum. Vari fólk við hættunum sem leynast úti í íslenskri náttúru,“ segir Raquel.Veginum lokað Vegslóðinn við Reynisfjall, þar sem slysið varð, er ekki hluti af vegakerfi landsins, en er hluti af gatnakerfi þéttbýlisins í Vík. „Vegurinn var merktur sem illfær nema fyrir 4x4 bíla. Eftir slysið var veginum lokað fyrir allri almennri umferð,“ segir Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
„Hver sem er getur gert sér það í hugarlund hvernig tilfinning það er að svara símtali, úr mörg þúsund kílómetra fjarlægð, þar sem þér er tilkynnt að eiginmaður þinn sé þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílslys. Ég varð alveg afskaplega hrædd,“ segir Raquel Pinto, eiginkona Freds Pinto, sem lenti í alvarlegri bílveltu á ferðalagi um landið á dögunum.Fred var illa haldinn eftir slysið og hefur enn ekki náð sér að fullu.Fred var á ferðalagi um Suðurland með bróður sínum, mágkonu og barni þeirra. Þau voru gríðarlega spennt fyrir ferðalaginu, enda höfðu þau heyrt góða hluti um land og þjóð. Fred og ferðafélagarnir keyrðu um á nýlegum, fjórhjóladrifnum Mitsubishi Pajero jeppa sem þau höfðu tekið á leigu. Þau vildu sjá Reynisfjöru, settu stefnuna þangað og keyrðu af stað með aðstoð GPS-tækisins. „Við eltum bara GPS-leiðbeiningar, eins og okkur hafði verið sagt að gera,“ útskýrir Fred um aðdraganda slyssins. Sjálfur er hann nokkuð vanur ökumaður, hefur ferðast talsvert innan Bandaríkjanna og keyrt þar eftir malarvegum, utan vegar og yfir ár og læki.Sjá einnig: Aukning á alvarlegum umferðarslysum þar sem erlendir ferðamenn eiga í hlutBíllinn illa útleikinn.Komust hvorki lönd né strönd „Við vorum komin hálfa leið upp malarveg sem lá upp á við, en festumst í hjólförunum. Við fórum út úr bílnum og reyndum að losa bílinn, m.a. með að setja möl undir dekkin, en ekkert gekk. Því næst reyndum við að bakka bílnum til þess að dekkin næðu gripi. Það gekk, nema ég gat ekki stöðvað bílinn frá því að fara niður hinum megin við veginn. Um leið og eitt hjól var komið af veginum, fór bíllinn að velta. Ég hentist út úr bílnum, sennilega í annarri eða þriðju veltu – bíllinn hélt áfram og fór margar veltur í viðbót.“ Bíllinn endaði á hvolfi, um 100 metra frá veginum, ofan í skurði. Fred braut rifbein og brákaði og braut þrjá þvertinda. Þá fékk hann lungnabólgu ofan í allt saman. Hann þakkar öllum þeim sem komu að björgunaraðgerðunum líf sitt. Hann fór með þyrlu á spítala, sem hann segir hafi gengið hratt fyrir sig. Fred líður miklu betur, að eigin sögn, en finnur enn fyrir sársauka. „Ég er enn þá með smá verk fyrir brjóstinu. Ég hugsa að ég haldi mig frá utanvegaakstri á næstunni.“Eftir margar veltur endaði bíllinn úti í skurði.Betri merkingar, takk! Raquel og Fred biðla til íslenskra stjórnvalda að merkja leiðir og vegi, þar sem ferðamenn fara um. „Þegar ég kom til Íslands til þess að sækja eiginmanninn og koma honum heim, fór að renna upp fyrir mér hversu stórt vandamál þessi fjölgun ferðamanna er á Íslandi. Það er ekki nægilega hlúð að ferðamönnum sem eru að ferðast um landið. Það vantar aðvaranir og skilti – leiðbeiningar um hvernig eigi að fara um. Það vantar allt regluverk til þess að standa undir þessum risaiðnaði,“ útskýrir Raquel. Fred segir malarveginn sem hann ók eftir þegar slysið varð hafa verið lausan í sér en GPS-tækið hafi leiðbeint honum eftir veginum. „Og þegar ég sá annan bíl keyra sömu leið varð ég viss um að þetta væri rétta leiðin. Fyrir utan að það vantaði öll skilti, þá var vegurinn ekki girtur af og þar af leiðandi algjör slysagildra. Það var ekkert sem gaf til kynna að maður væri kominn út af veginum, engar merkingar, engir hjallar – ekkert nema þverhnípið.“ „Ég vona að það þurfi ekki katastrófu til að yfirvöld geri eitthvað í málunum. Vari fólk við hættunum sem leynast úti í íslenskri náttúru,“ segir Raquel.Veginum lokað Vegslóðinn við Reynisfjall, þar sem slysið varð, er ekki hluti af vegakerfi landsins, en er hluti af gatnakerfi þéttbýlisins í Vík. „Vegurinn var merktur sem illfær nema fyrir 4x4 bíla. Eftir slysið var veginum lokað fyrir allri almennri umferð,“ segir Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Mýrdalshrepps.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira