Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 22:22 Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. Þeir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um tvö- til fjögurhundruð vegna kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Fyrirtækið PCC er þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum en 120 varanleg störf skapast í verksmiðjunni. Ráðamenn á Húsavík sjá fram á að þar fjölgi fólki. „Við höfum nefnt tvö- til fjögurhundruð. En auðvitað eru margir óvissuþættir í þessu. En svona tvöhundruð plús er mjög líklegt að verði raunveruleikinn,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Öllum þessum umsvifum fylgja vaxtarverkir, sumir myndu segja jákvæðir. Á Húsavík þarf nefnilega að fara að byggja íbúðir, og það heilan helling. Í ljósi reynslunnar frá Austfjörðum vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig og hefur sveitarfélagið látið kortleggja stöðuna á húsnæðismarkaði. „Við reiknum með að það þurfi einar 120 íbúðir á næstu árum til að mæta þessari þörf,” segir sveitarstjórinn. Stærsta hverfið rís væntanlega á svæði syðst í bænum en þar áformar fasteignafélag í eigu PCC að reisa 40 íbúðir til að létta sem fyrst á mesta þrýstingnum.Frá Bakka. Búist er við að starfsmannafjöldi vegna framkvæmdanna á Húsavikursvæðinu fari upp í 600 manns í haust.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er líka ánægja að sjá að fasteignaverð er að rísa hér og hefur hækkað töluvert á þessu ári. Þannig að við erum bara bjartsýn á það að við komum þessu heim og saman,” segir Kristján Þór. En það er líka bullandi þensla á vinnumarkaði. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki núna. Það eru atvinnuauglýsingar í öllum miðlum. Unga fólkið okkar getur fengið vinnu hér út um allt í verslun og ferðaþjónustu. Þau eru eðlilega ekki að vinna í framkvæmdunum sjálf kannski en það sem fylgir þessu er svo mikið að hér geta allir fengið vinnu sem þess óska,” segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er bara gríðarlega ánægjulegt að takast á við þessar áskoranir sem eru framundan. Þær eru margar stórar en sveitarfélagið er öflugt. Það er gríðarlega góður mannauður hér, bæði hjá sveitarfélaginu og hér í sveitarfélaginu til þess að takast á við þetta. Og við erum búin að byggja upp ákveðna reynslu núna með því að koma þessu verkefni á og erum auðvitað líka að horfa til framtíðar í því að byggja áfram upp og nýta fleiri tækifæri sem af þessari uppbyggingu skapast,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stórar vinnubúðir eru komnar upp á Bakka.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. Þeir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um tvö- til fjögurhundruð vegna kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Fyrirtækið PCC er þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum en 120 varanleg störf skapast í verksmiðjunni. Ráðamenn á Húsavík sjá fram á að þar fjölgi fólki. „Við höfum nefnt tvö- til fjögurhundruð. En auðvitað eru margir óvissuþættir í þessu. En svona tvöhundruð plús er mjög líklegt að verði raunveruleikinn,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Öllum þessum umsvifum fylgja vaxtarverkir, sumir myndu segja jákvæðir. Á Húsavík þarf nefnilega að fara að byggja íbúðir, og það heilan helling. Í ljósi reynslunnar frá Austfjörðum vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig og hefur sveitarfélagið látið kortleggja stöðuna á húsnæðismarkaði. „Við reiknum með að það þurfi einar 120 íbúðir á næstu árum til að mæta þessari þörf,” segir sveitarstjórinn. Stærsta hverfið rís væntanlega á svæði syðst í bænum en þar áformar fasteignafélag í eigu PCC að reisa 40 íbúðir til að létta sem fyrst á mesta þrýstingnum.Frá Bakka. Búist er við að starfsmannafjöldi vegna framkvæmdanna á Húsavikursvæðinu fari upp í 600 manns í haust.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er líka ánægja að sjá að fasteignaverð er að rísa hér og hefur hækkað töluvert á þessu ári. Þannig að við erum bara bjartsýn á það að við komum þessu heim og saman,” segir Kristján Þór. En það er líka bullandi þensla á vinnumarkaði. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki núna. Það eru atvinnuauglýsingar í öllum miðlum. Unga fólkið okkar getur fengið vinnu hér út um allt í verslun og ferðaþjónustu. Þau eru eðlilega ekki að vinna í framkvæmdunum sjálf kannski en það sem fylgir þessu er svo mikið að hér geta allir fengið vinnu sem þess óska,” segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er bara gríðarlega ánægjulegt að takast á við þessar áskoranir sem eru framundan. Þær eru margar stórar en sveitarfélagið er öflugt. Það er gríðarlega góður mannauður hér, bæði hjá sveitarfélaginu og hér í sveitarfélaginu til þess að takast á við þetta. Og við erum búin að byggja upp ákveðna reynslu núna með því að koma þessu verkefni á og erum auðvitað líka að horfa til framtíðar í því að byggja áfram upp og nýta fleiri tækifæri sem af þessari uppbyggingu skapast,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stórar vinnubúðir eru komnar upp á Bakka.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00