Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 13:00 Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. Landsvirkjunarmenn telja þó allar líkur á því að nægileg orka finnist í tæka tíð. Þetta kom í frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum en þar var rætt við Einar Erlingsson, staðarverkfræðing Landsvirkjunar. Eins og nafnið bendir til eru Þeistareykir jarðhitasvæði og þar sem bóndabær var á nítjándu öld er nú leitarmannaskáli sem meðal annars nýtist ferðaþjónustu í hestaferðum. Tveim kílómetrum fjær er stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar að rísa. Ólíkt vatnsaflsvirkjun þá ríkir meiri óvissa um orkuöflun fyrir jarðgufuvirkjun. Á Þeistareykjum telja Landsvirkjunarmenn sig þegar hafa 58 megavött en þeir þurfa 90 megavött. Eftir rannsóknir undanfarna tvo áratugi telja þeir sig þó þekkja nokkuð vel jarðhitageymi Þeistareykja.Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er búið að vera að rannsaka svæðið í tæp tuttugu ár og fyrsta hola boruð hér árið 2002. Við erum með sjö holur sem gefa okkur 58 megavött í gufu,” segir Einar. Sú orka dugar í fyrri áfanga virkjunarinnar, upp á 45 megavött. Jarðboranir eru hins vegar með 25 starfsmenn og borana Óðinn og Sleipni til að finna það sem upp á vantar. „Verkefni ársins er að bora fjórar holur. Framkvæmdir hófust í byrjun maí og við erum að hefja forborun á holu númer tvö,” segir staðarverkfræðingurinn.Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þessar fjórar holur duga ekki, þá hafa þeir nokkrar í viðbót upp á að hlaupa. „Og erum með verkefni að bora allt að átta holur fyrir annan áfanga virkjunarinnar til að koma okkur upp í þau 90 megavött sem við þurfum. Við teljum allar líkur á því að þær skili okkur því sem við væntum,” segir Einar Erlingsson.Sjö holur, sem gefa alls 58 megavöttt, hafa þegar verið boraðar á Þeistareykjum. Áformað er að bora allt að átta holur til viðbótar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. Landsvirkjunarmenn telja þó allar líkur á því að nægileg orka finnist í tæka tíð. Þetta kom í frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum en þar var rætt við Einar Erlingsson, staðarverkfræðing Landsvirkjunar. Eins og nafnið bendir til eru Þeistareykir jarðhitasvæði og þar sem bóndabær var á nítjándu öld er nú leitarmannaskáli sem meðal annars nýtist ferðaþjónustu í hestaferðum. Tveim kílómetrum fjær er stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar að rísa. Ólíkt vatnsaflsvirkjun þá ríkir meiri óvissa um orkuöflun fyrir jarðgufuvirkjun. Á Þeistareykjum telja Landsvirkjunarmenn sig þegar hafa 58 megavött en þeir þurfa 90 megavött. Eftir rannsóknir undanfarna tvo áratugi telja þeir sig þó þekkja nokkuð vel jarðhitageymi Þeistareykja.Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er búið að vera að rannsaka svæðið í tæp tuttugu ár og fyrsta hola boruð hér árið 2002. Við erum með sjö holur sem gefa okkur 58 megavött í gufu,” segir Einar. Sú orka dugar í fyrri áfanga virkjunarinnar, upp á 45 megavött. Jarðboranir eru hins vegar með 25 starfsmenn og borana Óðinn og Sleipni til að finna það sem upp á vantar. „Verkefni ársins er að bora fjórar holur. Framkvæmdir hófust í byrjun maí og við erum að hefja forborun á holu númer tvö,” segir staðarverkfræðingurinn.Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þessar fjórar holur duga ekki, þá hafa þeir nokkrar í viðbót upp á að hlaupa. „Og erum með verkefni að bora allt að átta holur fyrir annan áfanga virkjunarinnar til að koma okkur upp í þau 90 megavött sem við þurfum. Við teljum allar líkur á því að þær skili okkur því sem við væntum,” segir Einar Erlingsson.Sjö holur, sem gefa alls 58 megavöttt, hafa þegar verið boraðar á Þeistareykjum. Áformað er að bora allt að átta holur til viðbótar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00