Banaslys við beygju sem stóð til að banna Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 06:00 Banna átti beygjuna þar sem banaslysið varð. Mynd/Atli Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira