Banaslys við beygju sem stóð til að banna Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 06:00 Banna átti beygjuna þar sem banaslysið varð. Mynd/Atli Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Banaslys varð á Reykjanesbraut á fimmtudag þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi. Bíllinn og bifhjól á suðurleið skullu saman og ökumaður bifhjólsins, þriggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Í ágúst í fyrra var tilkynnt um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík og að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi. Í stað þess færi öll umferð til norðurs frá Hafnavegi um hringtorgið. Enn hefur vinstri beygjan þó ekki verið bönnuð með fyrrgreindum afleiðingum. Atli Már Jóhannsson, mótorhjólamaður og íbúi í Höfnum, segir gatnamót hafa verið vandræðabörn hjá Reykjanesbæ í mörg ár. „Það voru fyrst gatnamótin fyrir neðan Hafnaveg, en það er komið hringtorg þar. Það stóð alltaf til að færa Hafnaveg niður að hringtorginu, það kom tillaga um það en það virðist ekkert vera að gerast í því,“ segir Atli.„Það varð banaslys þarna í vetur aðeins neðar. Það er mikið af fólki sem þarf að labba yfir Reykjanesbraut til að sækja sér þjónustu. Það er verið að tala um að setja undirgöng þarna. Það er skrítið að þetta sé ekki gert í einum rykk,“ segir hann. Atli bendir á að við Reykjanesbraut séu tvenn gatnamót í viðbót án hringtorgs, bæði í Keflavík. Í svari frá Vegagerðinni segir að ástæða þess að beygjan var ekki lögð af hafi verið seinkun á verkinu fram á harða vetur. Eftir áramótin var svo farið að vinna í undirbúningi þess að setja undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaveginn. Það var ljóst að þar þyrfti að setja framhjáhlaup vegna þeirra framkvæmda og því frestaðist á ný að leggja beygjuna af. Stefnt er að því að undirgöngin verði gerð í sumar. Ef verkinu aftur á móti seinkar verði strax farið í að banna vinstri beygjuna og sett upp það sem þarf til þess, kantsteinar og eyja. Hins vegar, ef farið verði í framkvæmdir með framhjáhlaupinu, þá lokist á vinstri beygjuna.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira