Hætta vegna ferðamanna á vegum Nadine Yaghi skrifar 9. júlí 2016 07:00 Mikil hætta getur skapast á vegum þegar ferðamenn stöðva til að dást að útsýni eða taka myndir. Vísir/GVA Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira