Auðveldar samskipti fyrir einkaþjálfara Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Teymið á bak við Strivo á það sameiginlegt að hafa áhuga á heilsu og líkamsrækt. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Ómar Yamak, Patrekur Maron Magnússon, Tómas Óli Garðarsson, Franz Jónas Arnar Arnarson og Kristján Einarsson mynda teymið að baki Strivo. Strivo veitir þjálfurum og einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði. Allir í teyminu eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á heilsu og líkamsrækt. Fyrirtækið er að framleiða vefsíðu og síðar app sem gerir einkaþjálfurum eða þjálfurum kleift að setja inn allar upplýsingar sem þeir vilja veita sínum kúnnum. „Í stað þess að vera með blað frá þjálfaranum um hvað þú átt að gera ertu með app í símanum,“ segir Ómar. „Við leggjum áherslu á grunninn fyrst, síðan förum við að byggja inn í forritið. Við byrjuðum með markmiðasetningarkerfi. Það kerfi er tilbúið og er á netinu en við ákváðum að taka smá stefnubreytingu og einbeita okkur að einkaþjálfurum.“ Teymið er með tengingu við fullt af einkaþjálfurum og er með hóp sem getur prófað síðuna. „Á næstunni viljum við gefa út það sem við getum sýnt þjálfurum og leyfa þeim að prufa, en síðan verður varan líklega tilbúin í lok ágúst. Appið kemur svo í framhaldinu,“ segir Ómar. „Við erum að fara að fókusera á fjárfesta eftir prógrammið, svo erum við að horfa til Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins,“ segir Patrekur. Teymið ætlar að einbeita sér að markaðssetningu og þróun vörunnar í haust samhliða áframhaldandi námi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Ómar Yamak, Patrekur Maron Magnússon, Tómas Óli Garðarsson, Franz Jónas Arnar Arnarson og Kristján Einarsson mynda teymið að baki Strivo. Strivo veitir þjálfurum og einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði. Allir í teyminu eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á heilsu og líkamsrækt. Fyrirtækið er að framleiða vefsíðu og síðar app sem gerir einkaþjálfurum eða þjálfurum kleift að setja inn allar upplýsingar sem þeir vilja veita sínum kúnnum. „Í stað þess að vera með blað frá þjálfaranum um hvað þú átt að gera ertu með app í símanum,“ segir Ómar. „Við leggjum áherslu á grunninn fyrst, síðan förum við að byggja inn í forritið. Við byrjuðum með markmiðasetningarkerfi. Það kerfi er tilbúið og er á netinu en við ákváðum að taka smá stefnubreytingu og einbeita okkur að einkaþjálfurum.“ Teymið er með tengingu við fullt af einkaþjálfurum og er með hóp sem getur prófað síðuna. „Á næstunni viljum við gefa út það sem við getum sýnt þjálfurum og leyfa þeim að prufa, en síðan verður varan líklega tilbúin í lok ágúst. Appið kemur svo í framhaldinu,“ segir Ómar. „Við erum að fara að fókusera á fjárfesta eftir prógrammið, svo erum við að horfa til Tækniþróunarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins,“ segir Patrekur. Teymið ætlar að einbeita sér að markaðssetningu og þróun vörunnar í haust samhliða áframhaldandi námi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí
Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira