Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2016 14:56 Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn. Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn.
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00