Gestgjafarnir sjálfir, Frakkar, fögnuðu m.a. með nokkrum Húh-um eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 0-2 sigri á Þýskalandi í Marseille í kvöld.
Frönsku leikmennirnir söfnuðust saman fyrir aftan annað markið og tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum sínum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.
Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Frakka í leiknum gegn Þjóðverjum en franska liðið mætir því portúgalska í úrslitaleiknum á sunnudagskvöldið.