Yfirlýsing frá Beyoncé: „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júlí 2016 21:55 Beyoncé hvetur til samstöðu um réttindi svartra. Vísir/Getty Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“ Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“
Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00