Yfirlýsing frá Beyoncé: „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júlí 2016 21:55 Beyoncé hvetur til samstöðu um réttindi svartra. Vísir/Getty Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“ Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Söngkonan Beyoncé Knowles hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem hún hvetur alla þá sem breytingar vilja til þess að hafa samband við stjórnmálamenn og þá sem löggjafarvald hafa og krefjast breytinga. Yfirlýsingin kemur í kjölfar mikillar reiði sem brotist hefur út vestanhafs eftir að lögregla handtók svartan mann og skaut hann til bana. Myndband af atvikinu hefur verið birt á netinu og í myndbandinu virðist sem lögregla skjóti manninn þremur skotum í bringuna eftir að hann hefur verið yfirbugaður og handtekinn. Þá magnaðist reiðin eftir að annar maður var skotinn til bana af umferðarlögreglu sem dró þá ályktun að maðurinn hygðist sækja byssu þegar hann seildist eftir ökuskírteininu sínu.Skjáskot úr myndbandinu sem birt hefur verið á netinu af morðinu á Alton Sterling.Vísir„Við erum dauðþreytt á því að verið sé að drepa unga menn og ungar konur úr okkar samfélagi. Nú er það undir okkur komið að rísa upp og krefjast þess að þau hætti að drepa okkur,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingunni sem sjá má í heild sinni hér. „Við þurfum enga vorkunn. Nú þörfnumst við þess að allir beri virðingu fyrir okkar lífi. Við ætlum að rísa upp, sem samfélag, og berjast gegn hverjum þeim sem stendur í þeirri trú að þeim sem hafa heitið því að verja okkur verði ekki refsað fyrir morð eða annað ofbeldi.“ Beyoncé hefur að undanförnu, sér í lagi með útgáfu lagsins Formation og plötunni Lemonade í kjölfarið, verið dugleg í að tjá sig um réttindi svartra í Bandaríkjunum en mörgum þykja þau réttindi hafa verið fótum troðin of lengi. Maðurinn sem skotinn var eftir að hann var handtekinn og yfirbugaður hét Alton Sterling. Maðurinn sem skotinn var eftir að lögregla stöðvaði bifreið hans og bað hann að framvísa ökuskírteini hét Philando Castile. Þeir eru í hópi af yfir hundrað svörtum mönnum sem skotnir hafa verið til bana af lögreglu á árinu samkvæmt óformlegum tölum Washington Post. „Þessi rán á okkar lífum láta okkur líða eins og við séum hjálparlaus og fylla okkur vonleysi en við verðum að trúa því að við séum að berjast fyrir réttindum næstu kynslóðar, fyrir næstu kynslóð ungra kvenna og karla sem trúa á hið góða. Þetta er barátta mannkynsins, sama hvaða kynþætti, kyni eða kynhneigð þú tilheyrir,“ skrifar Beyoncé í yfirlýsingu sinni. Hún segist í yfirlýsingunni ekki ávarpa lögregluþjónana heldur allar þær mannverur sem kunna ekki að bera virðingu fyrir lífinu. „Stríðinu gegn lituðu fólki og öðrum minnihlutahópum verður að ljúka.“ Beyoncé segir að á sama tíma og beðið sé fyrir fjölskyldum Alton Sterling og Philando Castile þá sé einnig beðið fyrir því að bundinn sé endi á óréttlætið sem samfélög svartra eru beitt. „Ótti er ekki afsökun. Hatur mun ekki sigra.“
Tengdar fréttir Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann Tveir lögregluþjónar héldu Alton Sterling niðri í Baton Rouge á meðan annar þeirra skaut hann til bana. 6. júlí 2016 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent