Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Ingvar Haraldsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira