Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Ingvar Haraldsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira