Sumarpest fyllir Læknavaktina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2016 18:30 Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira