Viðskipti innlent

Pundið ekki lægra síðan 2009

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eitt pund jafngildir núna 159,59 krónum.
Eitt pund jafngildir núna 159,59 krónum. Vísir/Getty
Gengi Sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mælist nú 159,59 og hefur ekki verið lægra síðan í mars 2009. Gengi Sterlingspunds hefur hríðfallið frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið.

Á síðastliðnum tveimur mánuðum hefur gengi pundsins gagnvart krónunni lækkað um níu prósent, og um 23 prósent á síðastliðnu ári. Gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal náði í morgun sögulegri lægð í 1,28 og hafð þá ekki verið lægra í 31 ár.

Pundið hefur meðal annars lækkað vegna verulegrar óvissu sem ríkir um framtíð efnahagslífsins í Bretlandi. Fregnir eru af því að stórfyrirtæki íhugi að flytja störf eða höfuðstöðvar frá Bretlandi og flugfélagið Ryanair tilkynnti að það myndi ekki auka umsvif í Bretlandi. Í gær sögðu forsvarsmenn Englandsbanka að krefjandi yrði að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika í Bretlandi um komandi misseri. 

Hlutabréfahrun átti sér einnig stað í breskum viðskiptabönkum í kjölfar úrslita kosninganna.


Tengdar fréttir

Pundið aftur í frjálsu falli

Gengi pundsins féll um eitt prósent eftir að breski seðlabankinn kynnti skýrslu um fjárhagsstöðugleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×