Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 18:01 „Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07