Fleiri þurfa leiðréttingu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2016 07:00 Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé, en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðréttingar. Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opinbera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undanförnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða. Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launahækkanir.Fagna breytingum fjármálaráðherra Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt. BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir hentugleika. En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar lagasetningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stéttunum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun