Trump ver myndbirtingu af vef nýnasista Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2016 15:00 Vísir/Getty/Twitter Forsetaframbjóðandinn Donald Trump þvertekur fyrir að mynd sem birt var á Twittersíðu hans sé gyðingahatur. Hann segir „óheiðarlega fjölmiðla“ kasta rýrð á sig. Myndin sem um ræðir er af Hillary Clinton á bakgrunni úr peningum. Á myndinni var stjarna Davíðs sem í stóð að Hillary væri spilltasti frambjóðandi allra tíma. Stjarna Davíðs er tákn gyðinga og var notað af Nasistum til að bera kennsl á þá. Uppruni myndarinnar hefur verið rakin til Twittersíðu einstaklings sem reglulega birtir rasískar myndir. Umrædd mynd var fyrst birt þann 15. júní. Þann 22. var hún birt á spjallþræði nýnasista á 8chan. Á myndinni sem birt var á Twittersíðu Trump hafði bakgrunninunum þó verið bætt við. Hún var svo fljótt tekin út og sett aftur inn þar sem búið var að breyta stjörnunni í hring. Seinna meir var myndin tekin út aftur. Einn af samstarfsmönnum Trump sagði í samtali við CNN að myndin væri alls ekki gyðingahatur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem efni, sem á uppruna sinn að rekja til nýnasta eða rasista er birt á Twittersíðu Trump.Trump campaign senior adviser says tweet didn't have any intention of anti-semitism https://t.co/u9akM7NkIi https://t.co/xrVRDS6cF0— New Day (@NewDay) July 4, 2016 Nú hefur verið birt tíst á síðu Trump þar sem hann segir fjölmiðla gera sitt besta til að breyta stjörnunni á myndinni í stjörnu Davíðs, frekar en stjörnu fógeta eða einfaldlega stjörnu.Dishonest media is trying their absolute best to depict a star in a tweet as the Star of David rather than a Sheriff's Star, or plain star!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump þvertekur fyrir að mynd sem birt var á Twittersíðu hans sé gyðingahatur. Hann segir „óheiðarlega fjölmiðla“ kasta rýrð á sig. Myndin sem um ræðir er af Hillary Clinton á bakgrunni úr peningum. Á myndinni var stjarna Davíðs sem í stóð að Hillary væri spilltasti frambjóðandi allra tíma. Stjarna Davíðs er tákn gyðinga og var notað af Nasistum til að bera kennsl á þá. Uppruni myndarinnar hefur verið rakin til Twittersíðu einstaklings sem reglulega birtir rasískar myndir. Umrædd mynd var fyrst birt þann 15. júní. Þann 22. var hún birt á spjallþræði nýnasista á 8chan. Á myndinni sem birt var á Twittersíðu Trump hafði bakgrunninunum þó verið bætt við. Hún var svo fljótt tekin út og sett aftur inn þar sem búið var að breyta stjörnunni í hring. Seinna meir var myndin tekin út aftur. Einn af samstarfsmönnum Trump sagði í samtali við CNN að myndin væri alls ekki gyðingahatur. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem efni, sem á uppruna sinn að rekja til nýnasta eða rasista er birt á Twittersíðu Trump.Trump campaign senior adviser says tweet didn't have any intention of anti-semitism https://t.co/u9akM7NkIi https://t.co/xrVRDS6cF0— New Day (@NewDay) July 4, 2016 Nú hefur verið birt tíst á síðu Trump þar sem hann segir fjölmiðla gera sitt besta til að breyta stjörnunni á myndinni í stjörnu Davíðs, frekar en stjörnu fógeta eða einfaldlega stjörnu.Dishonest media is trying their absolute best to depict a star in a tweet as the Star of David rather than a Sheriff's Star, or plain star!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 4, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira