Fótbolti

Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar átti frábært mót.
Ragnar átti frábært mót. vísir/epa
Ísland er úr leik á EM í Frakklandi eftir tap gegn heimamönnum í 8-liða úrslitum á Stade de France í kvöld, 5-2.

„Það er ekkert spes að fá fimm mörk á sig ef maður er aftasti varnarmaður,“ sagði Ragnar eftir leikinn í kvöld. „Þeir tóku okkur í bakaríið í fyrri hálfleik. Það er óhætt að segja það. Þeir voru góðir og við lélegir.“

„Svo fór allt inn hjá þeim. Það er ekki alltaf sem að það gerist. Það var líka smá óheppni í þessu.“

Hann segir að íslenska liðið hafi gert mistök í kvöld. Mistök sem Ísland hafi ekki endilega gert áður á mótinu.

„Það kemur alltaf að því að maður gerir mistök og það gerðist í dag. Í fyrsta markinu var Giroud að hlaupa frá mér yfir til Kára og hann er í rangstöðinni þá. Ég fell til baka og elti hann og geri hann þá réttstæðan,“ sagði Ragnar.

„Ég er að reyna að segja Kára að falla til baka líka en það heyrist auðvitað ekkert inni á þessum velli. Ég spilaði hann því réttstæðan en elti hann ekki alla leið. Svona hefur örugglega komið fyrir áður hjá okkur en það skilaði ekki marki og því man enginn eftir því.“

„En það kemur að því að menn gera mistök og nú gerði ég mistök í þessu marki.“

Hann segist stoltur af Íslandi og íslenskum áhorfendum. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni þar sem maður skíttapar en er samt með stolt í hjarta. Stolt íslenskt hjarta. Við erum stoltir af áhofendunum sem eru ómetanlegir.“

„Maður hefur þroskast aðeins og veit að maður er góður. En það er samt erfitt að fá fimm mörk á sig þegar maður er hafsent.“

Hann segist vonast til þess að frammistaða hans á EM, sem hefur verið lofuð mjög, sé nóg til að koma honum í sterkari deild.

„Ég er alltaf að horfa upp á við. Ég tel að ég geti spilað í miklu betri deild en þeirri rússnesku, sem er þó mjög góð.“

„England hefur alltaf verið draumurinn minn. Ég er búinn að gera allt sem ég get - gefa allt mitt í þetta mót. Ég get ekki gert meira. Nú verð ég að bíða og sjá til hvað gerist.“


Tengdar fréttir

Minnir smá á örlög danska dýnamítsins fyrir 30 árum

Íslenska fótboltalandsliðið varð að sætta sig við þriggja marka tap á Stade de France í kvöld í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Frakkar urðu þar með fjórða og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei

"Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld.

Giroud valinn maður leiksins

Framherjinn Olivier Giroud reyndist íslenska liðinu óþægur ljár i þúfu í kvöld og var verðlaunaður í leikslok.

Giroud: Vil hrósa íslenska liðinu

Olivier Giroud segir að leikurinn í kvöld hafi líklega verið hans besti leikur fyrir franska landsliðið á stórmóti.

Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi

"Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson.

Alfreð: Vorum land og þjóð til sóma

Alfreð Finnbogason, framherji Íslands, segir að strákarnir í íslenska landsliðinu hafi verið land og þjóð til sóma í kvöld.

Payet: Besti leikur okkar á EM

Dimitri Payet var magnaður í franska liðinu í kvöld og átti stóran þátt í sigri Frakklands á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×