Lífið

Döpur þjóð á Twitter: „Hættur að borða franskar kartöflur“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Patrice Evra og Jón Daði Böðvarsson í leiknum í kvöld.
Patrice Evra og Jón Daði Böðvarsson í leiknum í kvöld. vísir/epa
Staðan í hálfleik í leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum EM er 4-0 fyrir Frökkum. Það er því nokkuð döpur þjóð sem tjáir sig á Twitter núna í fyrri hálfleik en Frakkarnir voru komnir í 2-0 eftir tæpar 20 mínútur.

Þá skoruðu þeir sitt þriðja mark á markamínútunni, 43. Mínútu og um mínútu síðar komust þeir í 4-0.

Hollenski dómarinn fær líka að finna dálítið fyrir því en eins og flestum er í fersku minni unnum við Hollendinga tvisvar í riðlinum okkar í undankeppni í EM.

Við höfum þó öll enn fulla trú á strákunum okkar og það er svo sem nóg eftir en hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst frá fyrri hálfleik.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.