Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2016 22:28 Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. Vegurinn er sagður lykilþáttur til að verjast fólksfækkun með uppbyggingu ferðaþjónustu. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýndur niðurgrafni moldarslóðinn, sem kallast Dettifossvegur, og rætt við Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmann í Ásbyrgi. Illfær vegur, aðeins fyrir fjórhjóladrifsjeppa, stendur við Dettifossveg, veginn sem átti að fá ferðamennina til að aka frá hringveginum og heimsækja staði eins og Ásbyrgi, Kópasker og Raufarhöfn. Frá þjóðveginum í Kelduhverfi er hins vegar aðeins búið að leggja slitlag á þrjá kílómetra í átt að Hljóðaklettum og verið að vinna í fjórum kílómetrum til viðbótar en þar með eru peningarnir búnir.Dettifossvegur er mjór, niðurgrafinn moldarslóði á yfir 20 kílómetra kafla á leiðinni milli Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dettifoss.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það eru komin sjö ár frá því framkvæmdir hófust við Dettifossveg vestan Jökulsárgljúfra en miðað við samgönguáætlun, sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi í vetur, mun þeim ekki ljúka á næstu þremur árum. Það ríkir því alger óvissa um það hve lengi menn þurfa að búa við niðurgrafinn moldarveg á þessari leið. Kaupmaðurinn í Ásbyrgi segist hissa. „Ég er nú eiginlega kjaftstopp. Ég hélt að það yrði haldið áfram og trúi því enn að það verði haldið áfram. En ég sé það ekki í áætlun næstu ára,“ segir Ævar Ísak Sigurgeirsson. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig vegurinn lítur út, yfir tuttugu kílómetra langur, sem ferðamönnum er ætlað að aka næstu árin frá Dettifossi, um Hljóðakletta og í Ásbyrgi. „Þetta er ekki góð landkynning, allavega,“ segir Ævar Ísak. Og vegurinn svo mjór að ökumenn geta varla mæst. -Er hægt að kalla þetta veg? „Nei. Hann er ónýtur. Það er bara svoleiðis,“ segir verslunareigandinn.Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmaður í versluninni Ásbyrgi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segir ferðamennina því freistast til að aka veginn um Hólssand, austan Dettifoss. „Þar er hættulegur vegur. Þar eru bílveltur, í júlí í fyrra að minnsta kosti 20 sem voru tilkynntar, bílveltur og útafakstur, - fyrir utan það sem ekki var tilkynnt. Við erum að tala um stórhættulegan veg þar.“ Vegna fólksfækkunar hefur Byggðastofnun sett Öxarfjörð og Raufarhöfn undir verkefnið Brothættar byggðir. Verkefnisstjórn þess telur niðurskurð Dettifossvegar mikið bakslag í þeirri viðleitni að efla ferðaþjónustu. Hér má sjá ályktun verkefnisstjórnar. „Nú eru bara margir að gefast upp. Fólk er að flytja og það fækkar líka í sveitunum. Það verður bara orðið erfiðara að manna þetta með þessu áframhaldi, fyrst það er ekkert hérna við að vera lengur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta endar en næstu ár verða erfið,“ segir Ævar Ísak Sigurgeirsson.Hér lýkur endurbótum Dettifossvegar, sjö kílómetrum frá þjóðveginum í Kelduhverfi. Síðan tekur við niðurgrafinn moldarslóði sem er of mjór til að stórir bílar gæti mæst.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. Vegurinn er sagður lykilþáttur til að verjast fólksfækkun með uppbyggingu ferðaþjónustu. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var sýndur niðurgrafni moldarslóðinn, sem kallast Dettifossvegur, og rætt við Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmann í Ásbyrgi. Illfær vegur, aðeins fyrir fjórhjóladrifsjeppa, stendur við Dettifossveg, veginn sem átti að fá ferðamennina til að aka frá hringveginum og heimsækja staði eins og Ásbyrgi, Kópasker og Raufarhöfn. Frá þjóðveginum í Kelduhverfi er hins vegar aðeins búið að leggja slitlag á þrjá kílómetra í átt að Hljóðaklettum og verið að vinna í fjórum kílómetrum til viðbótar en þar með eru peningarnir búnir.Dettifossvegur er mjór, niðurgrafinn moldarslóði á yfir 20 kílómetra kafla á leiðinni milli Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dettifoss.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það eru komin sjö ár frá því framkvæmdir hófust við Dettifossveg vestan Jökulsárgljúfra en miðað við samgönguáætlun, sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi í vetur, mun þeim ekki ljúka á næstu þremur árum. Það ríkir því alger óvissa um það hve lengi menn þurfa að búa við niðurgrafinn moldarveg á þessari leið. Kaupmaðurinn í Ásbyrgi segist hissa. „Ég er nú eiginlega kjaftstopp. Ég hélt að það yrði haldið áfram og trúi því enn að það verði haldið áfram. En ég sé það ekki í áætlun næstu ára,“ segir Ævar Ísak Sigurgeirsson. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig vegurinn lítur út, yfir tuttugu kílómetra langur, sem ferðamönnum er ætlað að aka næstu árin frá Dettifossi, um Hljóðakletta og í Ásbyrgi. „Þetta er ekki góð landkynning, allavega,“ segir Ævar Ísak. Og vegurinn svo mjór að ökumenn geta varla mæst. -Er hægt að kalla þetta veg? „Nei. Hann er ónýtur. Það er bara svoleiðis,“ segir verslunareigandinn.Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmaður í versluninni Ásbyrgi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segir ferðamennina því freistast til að aka veginn um Hólssand, austan Dettifoss. „Þar er hættulegur vegur. Þar eru bílveltur, í júlí í fyrra að minnsta kosti 20 sem voru tilkynntar, bílveltur og útafakstur, - fyrir utan það sem ekki var tilkynnt. Við erum að tala um stórhættulegan veg þar.“ Vegna fólksfækkunar hefur Byggðastofnun sett Öxarfjörð og Raufarhöfn undir verkefnið Brothættar byggðir. Verkefnisstjórn þess telur niðurskurð Dettifossvegar mikið bakslag í þeirri viðleitni að efla ferðaþjónustu. Hér má sjá ályktun verkefnisstjórnar. „Nú eru bara margir að gefast upp. Fólk er að flytja og það fækkar líka í sveitunum. Það verður bara orðið erfiðara að manna þetta með þessu áframhaldi, fyrst það er ekkert hérna við að vera lengur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta endar en næstu ár verða erfið,“ segir Ævar Ísak Sigurgeirsson.Hér lýkur endurbótum Dettifossvegar, sjö kílómetrum frá þjóðveginum í Kelduhverfi. Síðan tekur við niðurgrafinn moldarslóði sem er of mjór til að stórir bílar gæti mæst.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Hálfur Dettifossvegur verri en enginn Ferðaþjónustuaðilar á norðausturhorni landsins óttast hrun, þegar bara hálfur Dettifossvegur verður opnaður meðfram Jökulsárgljúfrum næsta sumar, og segja að ferðamennirnir muni sleppa Ásbyrgi og byggðunum við norðurströndina. 25. október 2009 11:24
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30