Hinseginleikinn brýtur niður staðalmyndir á Snapchat Una Sighvatsdóttir skrifar 2. júlí 2016 22:30 Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat. Hinsegin Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira
Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat.
Hinsegin Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fleiri fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Sjá meira