Sækir hugmyndir í teiknimyndir, gömul handrit og trúartákn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 09:00 Baldur hefur sýnt í San Francisco, Chigaco og á samsýningum hérlendis en þetta er fyrsta sólósýning hans á Íslandi.? Mynd/Hanna „Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði. Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði.
Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira