Lífið

Mannhafið skilaði kveðju frá Köben til strákanna okkar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Enn og aftur fer Politiken alla leið í stuðningi sínum við íslenska landsliðið.
Enn og aftur fer Politiken alla leið í stuðningi sínum við íslenska landsliðið. Mynd/Politiken
Danska blaðið Politiken styður íslenska landsliðið á EM í Frakklandi og gerir það vel. Í dag stefndi það fjölda fólks á Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn til þess að taka víkingaklappið fræga.

Á þriðja hundrað manns mætti á torgið, flestir klæddir í fánalitina íslensku. Því næst var hlaðið í víkingaklappið áður en að mannfjöldinn söng áfram Ísland af miklum móð líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Í frétt Politiken um víkingaklappið segir að „Strákarnir okkar þurfa á gríðarlega miklum stuðningi að halda til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum,“ og því sendi Politiken þessa kveðju til landsliðsins.

Politiken hefur ekki verið að fela stuðning sinn við landsliðið. Í upphafi móts kom ritstjórn blaðsins íslenska fánanum fyrir í merki blaðsins á vefsíðu sinni. Þá útbjó blaðið myndband svo Danir gætu lært íslenska þjóðsönginn fyrir leik Íslands og Austurríkis. Til þess að geirnegla þetta mætti svo ritstjórnin niður á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn á meðan leik stóð og dreifði íslenska fánanum til viðstaddra.

Danir eru auðvitað ekki með á EM að þessu sinni og því þurfa þeir að halda með einhverjum öðrum. Margir Íslendingar hafa haldið með Dönum á stórmótum og nú er komið að því að þeir haldi með okkur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.