Gott fyrir sjálfstraustið að pakka Sterling saman Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2016 16:30 Birkir Már Sævarsson tekur hér á Raheem Sterling. vísir/getty Birkir Már Sævarsson, bakvörður íslenska landsliðsins, segir að forskot sitt á Raheem Sterling hafi nýst honum vel þegar Ísland mætti Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016. Forskotið sem Birkir á við er að íslenski bakvörðurinn sér Sterling spila í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í hverri viku á meðan þeir ensku eru varla að sitja yfir leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. „Maður þekkir þessa leikmenn út og inn því ég hef séð þá spila svo oft. Ég veit í hverju þeir eru góðir og hef því smá forskot á þá. Þeir náttúrlega þekkja okkur ekkert,“ segir Birkir Már, en hann svaraði spurningum blaðamanna í Annecy í dag. Birkir missti Sterling inn fyrir sig á annarri mínútu sem varð til þess að City-leikmaðurinn fiskaði vítaspyrnu en eftir það var Birkir Már, sem spilar fyrir Hammarby, með 44 milljóna punda vængmanninn í vasanum. „Það var smá ströggl í byrjun en svo náði ég góðum tökum á honum. Það gefur manni auðvitað mikið sjálfstraust og manni líður vel inn á vellinum,“ segir Birkir aðspurður hvernig það var að pakka Sterling saman. „Mér gekk vel í 80 mínútur á móti honum eða þar til hann fór út af. Það gefur manni alveg hellings sjálfstraust,“ sagði Birkir Már.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Ekki eru allir sammála um gæði 24 liða Evrópumóts en hér eru rökin með breytingunni. 1. júlí 2016 07:00 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, bakvörður íslenska landsliðsins, segir að forskot sitt á Raheem Sterling hafi nýst honum vel þegar Ísland mætti Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016. Forskotið sem Birkir á við er að íslenski bakvörðurinn sér Sterling spila í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í hverri viku á meðan þeir ensku eru varla að sitja yfir leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. „Maður þekkir þessa leikmenn út og inn því ég hef séð þá spila svo oft. Ég veit í hverju þeir eru góðir og hef því smá forskot á þá. Þeir náttúrlega þekkja okkur ekkert,“ segir Birkir Már, en hann svaraði spurningum blaðamanna í Annecy í dag. Birkir missti Sterling inn fyrir sig á annarri mínútu sem varð til þess að City-leikmaðurinn fiskaði vítaspyrnu en eftir það var Birkir Már, sem spilar fyrir Hammarby, með 44 milljóna punda vængmanninn í vasanum. „Það var smá ströggl í byrjun en svo náði ég góðum tökum á honum. Það gefur manni auðvitað mikið sjálfstraust og manni líður vel inn á vellinum,“ segir Birkir aðspurður hvernig það var að pakka Sterling saman. „Mér gekk vel í 80 mínútur á móti honum eða þar til hann fór út af. Það gefur manni alveg hellings sjálfstraust,“ sagði Birkir Már.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29 Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00 Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00 Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46 Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Ekki eru allir sammála um gæði 24 liða Evrópumóts en hér eru rökin með breytingunni. 1. júlí 2016 07:00 Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
„Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“ Aron Einar Gunnarsson æfði ekki í gær en Lars Lagerbäck hefur þó engar áhyggjur. 1. júlí 2016 09:29
Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum "Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ segir Geir Þorsteinsson. 1. júlí 2016 13:00
Birkir Már vill frekar að Payet skjóti með vinstri en þá getur þetta gerst | Myndband Dimitri Payet er búinn að vera einn besti leikmaður franska liðsins á EM en Ísland mætir gestgjöfunum á sunnudaginn. 1. júlí 2016 12:00
Ragnar talar bestu sænskuna í landsliðinu Segir reyndar að Ragnar noti mállýskuna sem hann lærði í Gautaborg sem sé ekki hægt að kalla sænsku. 1. júlí 2016 09:46
Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Ekki eru allir sammála um gæði 24 liða Evrópumóts en hér eru rökin með breytingunni. 1. júlí 2016 07:00
Lars: Eiður Smári er mikilvægur þó hann spili ekki mikið Jón Daði Böðvarsson ólst upp við að horfa á markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi og lítur upp til hans. 1. júlí 2016 09:31