Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2016 13:05 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist standa með ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra um að greina ekki opinberlega frá tilkynntum kynferðisbrotum á þjóðhátíð í ár. Ákvörðunin sé tekin með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. „Þessum brotum, sem og öllum öðrum, þarf að sinna af mikilli nærgætni og gæta að því að verkferlar séu skýrir. Ég veit ekki betur en til þess að þessir verkferlar séu þeir sömu og lögregla notar um allt land, alla daga ársins, og að þetta sé það besta sem hægt er að gera bæði fyrir sóknarhagsmuni og vellíðan þolenda," segir Elliði í samtali við Vísi. Lögregla greinir alla jafna ekki frá meintum kynferðisbrotum, en svarar hins vegar fyrirspurnum þegar eftir því er óskað, sem Páley ætlar ekki að gera.Greint var frá því í dag að Páley hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. Hefur hún farið þess á leit við Landspítalann að fjölmiðlar verði ekki upplýstir um meint brot, en Landspítalinn hyggst ekki verða við beiðni Páleyjar. Ýmsir fagaðilar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun, en Elliði segir ekki tilefni til að endurskoða hana, þrátt fyrir það. „Fagaðilar hafa líka lýst því yfir að þetta sé besta leiðin. Nú er ég sjálfur með mastersgráðu í sálfræði og hef komið að úrvinnslu á málum sem þessum. Ég geri ekki athugasemdir við þá verkferla sem þarna verða viðhafðir og tel þá vera til þess að gæta að hagsmunum fórnarlamba fyrst og fremst og lögreglan segir að þetta gæti að rannsóknarhagsmunum, sé í takt við það sem best er hægt að gera. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það," segir Elliði. Hann vísar orðrómi um þöggunartilburði á bug. „Er einhver þannig innrættur að hann haldi að hagsmunum kynferðisfórnarlamba sé fórnað fyrir hagsmuni Þjóðhátíðar sem haldin er af íþróttafélagi í Vestmannaeyjum? Ég einfaldlega trúi því ekki að nokkur beri slíkt á borð. Það er allt gert sem hægt er og allir verkferlar eru unnir með hagsmuni fórnarlamba og rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi." Tengdar fréttir Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist standa með ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra um að greina ekki opinberlega frá tilkynntum kynferðisbrotum á þjóðhátíð í ár. Ákvörðunin sé tekin með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. „Þessum brotum, sem og öllum öðrum, þarf að sinna af mikilli nærgætni og gæta að því að verkferlar séu skýrir. Ég veit ekki betur en til þess að þessir verkferlar séu þeir sömu og lögregla notar um allt land, alla daga ársins, og að þetta sé það besta sem hægt er að gera bæði fyrir sóknarhagsmuni og vellíðan þolenda," segir Elliði í samtali við Vísi. Lögregla greinir alla jafna ekki frá meintum kynferðisbrotum, en svarar hins vegar fyrirspurnum þegar eftir því er óskað, sem Páley ætlar ekki að gera.Greint var frá því í dag að Páley hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. Hefur hún farið þess á leit við Landspítalann að fjölmiðlar verði ekki upplýstir um meint brot, en Landspítalinn hyggst ekki verða við beiðni Páleyjar. Ýmsir fagaðilar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun, en Elliði segir ekki tilefni til að endurskoða hana, þrátt fyrir það. „Fagaðilar hafa líka lýst því yfir að þetta sé besta leiðin. Nú er ég sjálfur með mastersgráðu í sálfræði og hef komið að úrvinnslu á málum sem þessum. Ég geri ekki athugasemdir við þá verkferla sem þarna verða viðhafðir og tel þá vera til þess að gæta að hagsmunum fórnarlamba fyrst og fremst og lögreglan segir að þetta gæti að rannsóknarhagsmunum, sé í takt við það sem best er hægt að gera. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það," segir Elliði. Hann vísar orðrómi um þöggunartilburði á bug. „Er einhver þannig innrættur að hann haldi að hagsmunum kynferðisfórnarlamba sé fórnað fyrir hagsmuni Þjóðhátíðar sem haldin er af íþróttafélagi í Vestmannaeyjum? Ég einfaldlega trúi því ekki að nokkur beri slíkt á borð. Það er allt gert sem hægt er og allir verkferlar eru unnir með hagsmuni fórnarlamba og rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi."
Tengdar fréttir Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00