Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 08:08 Ferðabloggarar með mörg þúsund fylgjendur dásama Ísland í nýjasta myndbandinu sínu. Bloggararnir ferðuðust hingað frá Dubai og ákváðu að koma hingað til þess að fá frí frá stórborgarlífinu. Eftir ferðina er íslenskur bjór í uppáhaldi. Jeff Johns og Anne Mugnier eru par sem elskar að ferðast og halda þau því úti sérstöku ferðabloggi undir nafninu „What doesn‘t suck?“ eða „Hvað er ekki glatað?“ Parið er búsett í Dubai og birtir gjarnan ferðaráð og myndbönd þaðan en þau ferðast einnig vítt og breitt um heiminn. Nú fyrr í sumar varð Ísland fyrir valinu og má segja að parið hafi svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þau skoðuðu Reykjavík og ferðuðust um Snæfellsnes meðal annars en þau höfðu aðeins 48 stundir hér á landi og nýttu tímann greinilega vel. „Ég trúi ekki eigin augum,“ sagði Jeff þegar þau stöðvuðu bílinn til þess að ganga upp að fossi. „Þetta er ótrúlegasta sýn sem ég hef séð,“ sagði Anne og gekk upp að fossinum þrátt fyrir að vera lofthrædd með eindæmum. Þá virðist parið hafa kolfallið fyrir fleiru en náttúrunni því þau birtu mynd á Instagram síðu sinni skælbrosandi með bjórinn Einstök og yfirskriftinni: ..nýr uppáhalds bjór. What's better than a delicious Icelandic beer in the Reykjavik sun during the #Euro2016 ? Our Iceland video is coming tomorrow - stay tuned on What Doesn't Suck facebook & Youtube page! - #whatdoesntsuck #iceland #Reykjavik #Einstok #Beer #dubaiblog #couple #Dubaibloggers #dubaiblogger #Dubaitravel #Dubaitravelblogger #Mydubai #Dubai #photooftheday #travelawesome #lonelyplanet #doyoutravel #travelstoke #instagood #worldplaces #travelphotography #travelgram #exploretheglobe #igtravel #picoftheday #f4f A photo posted by What Doesn't Suck (@whatdoesntsuck) on Jul 5, 2016 at 8:24am PDT Parið var hér þegar Ísland var að hefja leik á Evrópumótinu í knattspyrnu og má sjá þau í myndbandinu fagna með Íslendingum á EM-torginu á Ingólfstorgi. Myndbandið má sjá hér að neðan. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Ferðabloggarar með mörg þúsund fylgjendur dásama Ísland í nýjasta myndbandinu sínu. Bloggararnir ferðuðust hingað frá Dubai og ákváðu að koma hingað til þess að fá frí frá stórborgarlífinu. Eftir ferðina er íslenskur bjór í uppáhaldi. Jeff Johns og Anne Mugnier eru par sem elskar að ferðast og halda þau því úti sérstöku ferðabloggi undir nafninu „What doesn‘t suck?“ eða „Hvað er ekki glatað?“ Parið er búsett í Dubai og birtir gjarnan ferðaráð og myndbönd þaðan en þau ferðast einnig vítt og breitt um heiminn. Nú fyrr í sumar varð Ísland fyrir valinu og má segja að parið hafi svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þau skoðuðu Reykjavík og ferðuðust um Snæfellsnes meðal annars en þau höfðu aðeins 48 stundir hér á landi og nýttu tímann greinilega vel. „Ég trúi ekki eigin augum,“ sagði Jeff þegar þau stöðvuðu bílinn til þess að ganga upp að fossi. „Þetta er ótrúlegasta sýn sem ég hef séð,“ sagði Anne og gekk upp að fossinum þrátt fyrir að vera lofthrædd með eindæmum. Þá virðist parið hafa kolfallið fyrir fleiru en náttúrunni því þau birtu mynd á Instagram síðu sinni skælbrosandi með bjórinn Einstök og yfirskriftinni: ..nýr uppáhalds bjór. What's better than a delicious Icelandic beer in the Reykjavik sun during the #Euro2016 ? Our Iceland video is coming tomorrow - stay tuned on What Doesn't Suck facebook & Youtube page! - #whatdoesntsuck #iceland #Reykjavik #Einstok #Beer #dubaiblog #couple #Dubaibloggers #dubaiblogger #Dubaitravel #Dubaitravelblogger #Mydubai #Dubai #photooftheday #travelawesome #lonelyplanet #doyoutravel #travelstoke #instagood #worldplaces #travelphotography #travelgram #exploretheglobe #igtravel #picoftheday #f4f A photo posted by What Doesn't Suck (@whatdoesntsuck) on Jul 5, 2016 at 8:24am PDT Parið var hér þegar Ísland var að hefja leik á Evrópumótinu í knattspyrnu og má sjá þau í myndbandinu fagna með Íslendingum á EM-torginu á Ingólfstorgi. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira