Húsbílafólk fær athvarf á eigin stað í Gufunesi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 07:00 Skemmtigarðurinn stefnir að uppbyggingu í ferðaþjónustu. vísir/Hanna Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira