Stjarnan hefur fengið leikheimild fyrir ítalska markvörðinn Sabrinu Tasselli og mun hún klára tímabilið með Stjörnuliðinu í Pepsi-deild kvenna og Borgunarbikar kvenna.
Fótbolti.net segir frá nýjasta leikmanninum í Garðabæjarliðinu en Sabrina má spila með Stjörnunni á móti FH í kvöld alveg eins og íslenska landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir sem kemur á láni frá sænska liðinu Örebro.
Sabrina Tasselli er 26 ára gömul og 175 sm á hæð. Hún lék síðast með Riviera di Romagna og á að baki einn landsleik fyrir Ítalíu.
Stjarnan er í öðru sæti í Pepsi-deildinni, einu stigi á eftir toppliði Blika og mætir Breiðabliki í undanúrslitum Borgunarbikar kvenna um næstu helgi.
Stjarnan virtist ætla að veðja á hina tvítugu Berglindi Hrund Jónasdóttur eftir að Sandra Sigurðardóttir fór í Val en nú hefur Garðbæjarliðið náð sér í reyndari markvörð.
Berglind Hrund Jónasdóttir gerði mistök sem kostaði mark í mikilvægum leik á dögunum þegar Stjarnan tapaði 1-0 á móti Breiðabliki og missti toppsætið til Blika.
Berglind Hrund Jónasdóttir hefur aðeins fengið á sig 4 mörk í 8 leikjum í Pepsi-deildinni en þrjú þeirra hafa komið í síðustu tveimur leikjum liðsins. Fram að því hafði Berglind Hrund haldið hreinu í fimm af sex fyrstu leikjunum.
Berglind fær samkeppni frá Ítalíu um markmannstöðu Stjörnuliðsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn



Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn


