Versta valdaránið Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. júlí 2016 13:06 Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds."
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar